Morgunn - 01.12.1934, Side 88
214
M 0 II G U N N
þess með nokkuri sjálfsánægju, að hann hafi þó að
minsta kosti gengið sæmilega og í röð og reglu frá öll-
um sínum málefnum. En þrátt fyrir þetta, og þó alt sé
hér nýtt, þá saknar hann spilakvöldanna með kunningj-
um sínum — og framar öllu saknar hann heimilisins. En
það er ekki laust við, að hann furði sig á því, hve lítil
áhrif breytingin hefir í raun og veru haft á hann.
Það er nóg af heimilum hér. Hann getur séð það með
sínum eigin augum. Hann sér hér stræti og hús, rétt eins
og á jörðunni, og hann horfir dálitla stund á nokkur
börn, sem eru að leika tennis á eins konar almennings-
velli, og hann sér golf-leikara ganga fram lijá. Hann
hefir varpað kylfupokanum yfir öxlina á sér og er lík-
lega að tala við sjálfan sig um ,,hvað hann hefði átt að
gera, en gerði ekki“ við síðustu holuna, er hann tapaði
leiknum.
Honum þykir vænt um að sjá þetta, því að hann
fæst dálítið við golfleik sjálfur, og hann hressist enn
meira við, er hann sér síðar nokkura menn sitja alvar-
lega eins og við helgiathöfn yfir spilum í eins konar
klúbb.
En hér er samt sem áður dálítið einmanalegt. Hann
hefir oft karpað við Lú, eins og hann nefndi konu sína,
og það hefir oftar en einu sinni slegið í brýnu með hon-
um og kunningja hans Crabtree yfir spilum — en hann
óskar þess, að hann væri kominn heim „n.eðra“ og væri
að búa sig í spilamensku.
Hann á engan vin í nýja heiminum,
Eg held að það hafi ekki verið fyr en svo vildi til,
að hann sá alt í einu í röklcrinu, að pilturinn, sem þegar
hafði farið sama veg og hann sjálfur, og hafði verið ann-
ar karlmaðurinn, sem stóð við rúmið hans, þegar hann
vaknaði í hælinu, að það seitlaðist einhvern veginn inn
í hann samúð og ríkari tilfinning — og einhverra hluta
vegna virtist einmanaleikinn hverfa.