Morgunn - 01.12.1934, Page 66
192
MORGUNN
ir mundi ekki gera betur. Hann segir, að öll sín handatil-
tök á meðan á þessu stendur séu sér ósjálfráð og þeim væri
stjórnað af æðra afli.
Þegar klukkustund var liðin, lagði hann hana í bekk-
inn og breiddi ofan á hana. hann bannaði henni að tala
eða hreyfa sig, en hún brosti og gerði að gamni sínu eins
og ekkert væri.
Fleiri tóku straum, en enginn þeirra gat talist verulega
veikur, þó að heilsan væri ekki góð. Allir fullyrtu, að sér
liði vel á eftir, og þeir fyndu mun á heilsunni hvað hún
væri betri. Síðastur var Jóhann sjálfur. Það undraðist eg
mest, að sjá þær líkamsæfingar hjá manni, sem talinn var
farlama bæði í hrygg og fæti. Eg þekti margar æfingar úr
„Mín aðferð“.
Eg hefi hér með fáum orðum lýst því, er eg heyrði
og sá. Það var mismunandi, hvernig fólkið hagaði sér á
meðan það var í þessu ástandi. Sumir voru stiltir og
hreyfðu sig lítið, en aðrir tókust á loft og höfðu í frammi
ýmsar hreyfingar, sem sjaldgæfar eru hjá fólki, sem óvant
er leikfimi. Allir sögðust vita af sér, en hreyfingar þeirra
væru ósjálfráðar.
Eg hefi það álit á Jóhanni, að hann sé trúmaður. Eg
heyrði hann biðja guð heitt og með hjartnæmum orðum;
biðja hann um hjálp og kraft handa þeim sjúku. Eins og
eg hefi sagt, er eg með öllu ókunn dulrænum efnum, og
get þar af leiðandi engan dóm á það lagt, að hve miklu leyti
áhrifin stafa frá honum sjálfum, en hann e'r gæddur mikl-
um næmleik, er sennilega stendur að einhverju leyti í sam-
bandi við hin duldu öfl tilverunnar. Það er þeirra að dæma,
er reynslu hafa í þeim efnum. Mér var boðið að horfa á
mér til gamans. Hann vissi, sem var, að eg var vantrúuð á
þess háttar tilraunir. Kann eg hlutaðeigendum þakkir fyr-
ir boðið. Fróðleikur er fróðleikur og það jafnvel þótt menn
séu ekki móttækilegir fyrir hann.
Fagranesi, 8. maí 1934.
Dýrólína Jónsdóttir.