Morgunn - 01.12.1934, Blaðsíða 100
226
MORGUNN
ast nú í okkur ljós þessarar andlegu sólar, en frumlind
hennar lýsir alheimi.
Hér er rétt að geta þess, a'ð vér getum hitt astral-
verur, sem komið hafa aftur til jarðarinnar, og þær
segja okkur að það sé dimt þar. Það stafar af því, að
lampar sálna þeirra hafa ekki verið tendraðir á þess-
um stað, þar sem „sérhver maður er sín eigin sól“. —
Lægri svið astral-svæðisins eru, ,eins og vér höfum bent
á, sólarlaus.
Þessir frábæru örðugleikar, sem ávalt koma í ljós,.
þegar andlegur heimur leitast við að gera grein fyrir
aðstæðum þar og umhverfi, spretta eingöngu af einni
rót. Astral-heimurinn lifir í hugsunum — ekki í tíma.
Örðugleikarnir vaxa enn sökum hugmynda voi-ra um
„víddir“, því að í raun og veru er ekkert til fyrir handan,
sem nefnt verði lengd, breidd og hæð.
Eins og við mátti búast vaxa samt astral-blóm og
ávextir betur á hærri sviðum astral-svæðisins en þeim
lægri, sem virðist b.enda til þess að þótt engri nótt sé
til að dreifa, þá sé þó til „skuggi“ — að minsta kosti á
lægri sviðunum — eða myrkur. Eg býst við, að það stafi
líka af því, að sumir hlutir astral-svæðisins séu „segul-
magnaðri“ en aðrir og á þann hátt sé auðveldara fyrir
hina eterisku „sólargeisla" að njóta sín. Einnig er eðli-
legt að hugsa sér, að astral-verur geti með hugrænum
áhrifum, og þegar þeir þarfnast svefns, „lokað úti“ astral-
sólina og borið þannig í sjálfum sér, ef svo mætti að
orði komast, bæði dag og nótt.
Um svefn er það að segja, áð allar jarðsálir sofa
meira eða minna fyrst þegar þær koma á astral-svæðið,
til þess að hvílast og safna kröftum. Eg held einnig, að
svefn sé algengur á þremur fyrstu sviðum astral-svæð-
isins, en á fjórða og hærri sviðum, alt að því sjöunda og
hæsta, þurfi astral-veran alls engan svefn, eða að minsta
kosti að eins endrum og eins á fjórða sviðinu.
Vötn og fjöll hafa þeir — og það með þeirri undur-