Morgunn - 01.12.1934, Side 7
MORGUNN
133
hjálpuðu honum ekki mikið. Á þeim dögum var litið á
dularlækningar sem einhvers konar galdra, og það sem
hann las sannfærði hann um, að mátturinn gæti ekki
verið góður. En hvernig átti að samræma prestsþjónust-
una og þjónustu við djöfulinn? Það var vitanlega ómögu-
legt. Eini vegurinn var sá að reka djöfulinn út .Svo að
fáum árum síðarfór hann í guðfræðingaskóla í þeirri von
að losna við þennan illa anda.
Um tíma gekk alt vel. Hann var ánægður. En smám
saman fóru endurminningarnar um þennan mátt, sem
hann hefði fundið hjá sér í skógunum í Kanada, að á-
sækja hann.
Var lækningakraftur í þessum mætti hans? Átti
hann að nota hann náunga sínum til gagns? Og var ekki
þessi máttur, þegar öllu var á botninn hvolft, frá djöfl-
inum?
Lengi glímdi hann einn við þetta vafamál sitt. Hann
leitaði til guðfræðinga, en var engu nær eftir það.
Þá var það einu sinni, að hann féll á kné við rúmið
sitt í mikilli sálarangist og bað um vísbendingu. Hann lá
svona lengi, og þegar hann stóð upp og sneri sér við, sá
hann bók á gólfinu; hann hafði óvart velt henni ofan af
hillu, þegar hann féll á kné við rúmið. Ur bólcinni hafði
dottið bréfsnepill á gólfið. Á hann voru rituð þessi orð
með karlmanns hendi, en hann veit ekki hvers:
„Kristur er ekki að líta eftir meðmælaskjölum frá
þér né frá mér. Hann er að líta eftir sárum til þess að
græða þau“.
Það virðist svo, sem þetta atvik hafi ákvarðað Jífs-
starf hans. Áður en misserið var liðið, var hann lcominn
til Ameríku. Þar var þá eini staðurinn í hinum ensku-
mælandi heimi, þar sem ekki var talin vitleysa að kynna
sér dáleiðslur. Fyrst tók hann fullkomið námsskeið í sál-
arfræði við háskóla í Philadelphíu. Því næst fór hann
í skóla í New-York-ríkinu og fékk þar vottorð um að
hann væri útlærður í dáleiðslufræðum. Þar á eftir tók