Morgunn - 01.12.1934, Side 69
MORGUNN
195
Förunauturinn á Vestdalsheiði.
Eftir Hjört Kristmunðsson frd Kauðamýri.
Veturinn 1928—29 dvaldi eg við nám á Eiðaskóla.
Fékk eg þar gamla skólastofu til íbúðar, ásamt fjórum
Norðlendingum: Ásgrími Hartmannssyni frá Kolkuós,
Marteini B. Steinssyni frá Unastöðum í Skagafirði, Vil-
mundi Rögnvaldssyni frá Ólafsfirði og Ingva Jónssyni frá
Akureyri. Tókst með okkur vinátta góð. Leið svo af vet-
urinn.
Um vorið, að prófi loknu, bjuggust Norðlendingarnir
til farar, hugðust þeir fara til Seyðisf jarðar og stíga þar
á skipsfjöl.
Svo hafði ráðist með okkur, að eg fylgdi þeim til skips.
Við lögðum upp frá Eiðum árla morguns og höfðum
farangur nokkurn. Fleiri höfðu og slegist með í förina.
Veður var hið bezta, en þung færð, því að snjór hafði
fallið á auða jörð; vita þeir, sem ferðast hafa í slíku færi,
hversu þreytandi það er.
Við fórum Vestdalsheiði, fjölfarinn veg, milli Héraðs
°g Seyðisfjarðar. Heiðin sjálf er stutt, en langur aðdrag-
andi og leiðinlegur Héraðsmegin, þar sem er Gilsárdalur.
Ferðin gekk ágæta vel upp dalinn, en þegar kom upp á
heiðina, þraut einn félaga minna gönguna, varð hann að
kasta sér niður í snjóinn og mátti sig hvergi hræra. Kom
okkur þetta kynlega fyrir, því að sá, er féll í valinn, Mar-
teinn B. Steinsson, var vel að manni, svo vel, að eðlilega
hefði einhvern fyr þrotið, ef á þrek reyndi.
Ekki bætti það úr skák, að nú tók að drífa og viss-
um við ógjörla veg um stund. Var nú byrðum jafnað nið-
ur á menn og dæmdist það á mig, sem var elztur, og Vil-
ínund Rögnvaldsson, sem bæði var hraustur og harðfylg-
inn, að reyna að koma Marteini til bygða. Gekk ferðin
13*