Morgunn - 01.12.1934, Síða 26
152
MOEGDNN
skyndilega. Erskine átti von á, að hún sofnaði rólega.
Það gerði hún ekki. Hún stirðnaði öll, tók að tafsa og
hrækja og veifa handleggjunum og þvaðra eitthvað, sem
Erskine skildi elckert í. Hann gat ekki fengið hana til
að vera rólega.
Hann sat kyr fáeinar mínútur og vonaði, að þetta
mundi líða hjá. Sams konar hafði aldrei fyrir hann kom-
ið. Það var áreiðaniegt, að einhver réðiyfir konunni ann-
ar en hann, því að hann hafði enn ekki reynt að hafa
nein áhrif á hana. Hann sneri sér að manninum hennar.
„Hvað er þetta?“ sagði hann. ,,Eg er ráðalaus. Getið þér
nokkuð gert?“
Maðurinn hennar brosti. „Eftir eina eða tvær mín-
útur gengur ekkert að henni“, sagði hann.
„Jæja, en hvaða djöfull er þetta, sem hefir vald á
henni? Getið þér ekki hjálpað mér til að reka hann út?“
Honum varð dálítið hverft við þetta. „Þei, þei!“■
hvíslaði hann. „Það er enginn djöfull. Við hefðum ef til
vil.1 átt að segja yður það. Við erum spiritistar. Stjórn-
andi hennar er Japani. Hann hagar sér altaf svona“.
„Hvort sem hann er djöfull eða ekki, þá geðjast
honum ekki að mér“, sagði Erskine. „Hjálpið þér mér til
að reka hann burt“.
Maðurinn stóð nú upp af stólnum, fór til konu sinn-
ar, gerði einhverjar dularfullar bendingar fyrir framan
andlitið á henni, skók hnefann uppi yfir höfðinu á henni
og sagði harkalega: „Farðu! farðu! farðu!“
Svo virtist sem þessi áskorun hefði æskilegan árang-
ur, því að konan hans varð rólegri og smám saman náði
hún sér að fullu.
Erskine var skömmu síðar beðinn að reyna aftur við
konuna, en hann var ekki fáanlegur til þess. Japaninn
virðist hafa fælt hann.
Aðra sögu segir hann, sem snertir beint spíritism-
ann. Hann hafði læknað dreng, sem stamaði og hafði
máttlausan handlegg. Drengurinn kom oft til hans, og: