Morgunn


Morgunn - 01.12.1934, Side 26

Morgunn - 01.12.1934, Side 26
152 MOEGDNN skyndilega. Erskine átti von á, að hún sofnaði rólega. Það gerði hún ekki. Hún stirðnaði öll, tók að tafsa og hrækja og veifa handleggjunum og þvaðra eitthvað, sem Erskine skildi elckert í. Hann gat ekki fengið hana til að vera rólega. Hann sat kyr fáeinar mínútur og vonaði, að þetta mundi líða hjá. Sams konar hafði aldrei fyrir hann kom- ið. Það var áreiðaniegt, að einhver réðiyfir konunni ann- ar en hann, því að hann hafði enn ekki reynt að hafa nein áhrif á hana. Hann sneri sér að manninum hennar. „Hvað er þetta?“ sagði hann. ,,Eg er ráðalaus. Getið þér nokkuð gert?“ Maðurinn hennar brosti. „Eftir eina eða tvær mín- útur gengur ekkert að henni“, sagði hann. „Jæja, en hvaða djöfull er þetta, sem hefir vald á henni? Getið þér ekki hjálpað mér til að reka hann út?“ Honum varð dálítið hverft við þetta. „Þei, þei!“■ hvíslaði hann. „Það er enginn djöfull. Við hefðum ef til vil.1 átt að segja yður það. Við erum spiritistar. Stjórn- andi hennar er Japani. Hann hagar sér altaf svona“. „Hvort sem hann er djöfull eða ekki, þá geðjast honum ekki að mér“, sagði Erskine. „Hjálpið þér mér til að reka hann burt“. Maðurinn stóð nú upp af stólnum, fór til konu sinn- ar, gerði einhverjar dularfullar bendingar fyrir framan andlitið á henni, skók hnefann uppi yfir höfðinu á henni og sagði harkalega: „Farðu! farðu! farðu!“ Svo virtist sem þessi áskorun hefði æskilegan árang- ur, því að konan hans varð rólegri og smám saman náði hún sér að fullu. Erskine var skömmu síðar beðinn að reyna aftur við konuna, en hann var ekki fáanlegur til þess. Japaninn virðist hafa fælt hann. Aðra sögu segir hann, sem snertir beint spíritism- ann. Hann hafði læknað dreng, sem stamaði og hafði máttlausan handlegg. Drengurinn kom oft til hans, og:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.