Morgunn - 01.06.1936, Blaðsíða 52
46
M ORGUNN
urstöðu og ekki verða með nokkrum rökum eða viti ve-
fengdar, að auðséður er hagurinn fyr.ir kirkjuna, að færa
sér í nyt þá þekking, sem þær veita til stuðnings kenn-
ingu sinni og trúarstyrkingar fyrir börn sín. Þetta hafa
félagarnir í hinu nýja prestafélagi eðlilega fundið og ef
til vill sjálfir eins og síra Elliott haft persónulega sálræna
reynslu.
En þegar kirkjumenn og spíritistar eru orðnir sam-
mála um sannað framhaldslíf fyrir samband við annan
heim að fornu og nýju, þá leiðir af því eðlilega og sjálf-
sagt hið 3. að þeir játi hvorir tveggja, að til þess sé bein-
línis ætlast að vér færum oss þetta samband í nyt, sem má
verða til svo mikillar huggunar og fræðslu og leiðsagnar,
Spíritistar telja það sjálfsagt, til þess bendir þeim bæði
hin sálræna reynsla sjálfra þeirra og sú fræðsla, sem þeir
fá frá hærri tilverusviðum, sem sýnir að þeir, sem þangað
eru áður komnir, þrá ekki síður sambandið og það jafn-
vel engu síður geti orðið þeim til blessunar. Og frá kirkj-
unnar sjónarmiði verður það engu síður sjálfsagt, þegar
við það er kannast, eins og þessir prestar gera, að Jesús
með þessu sambandi milli tilverustiganna vildi sannfæra
lærisveina sína um að „hann lifði og þeir mundu lifa“.
Áður en þeir fengu sambandið við hann látinn, trúðu þeir
alls ekki á hann þannig sem þeir boðuðu hann síðan. Það
var í jarðneskum skilningi sem þeir héldu, að hann væri
sá, sem ætti að endurreisa ísrael, það er verða leiðtogi
hans til jarðnesks vegs og valda. Þegar hann birtist þeim
eftir dauða sinn, þá breyttist alveg viðhorfið.
Þegar konurnar, sem fyrst sáu hann, sögðu læri-
sveinunum frá því, þá sögðu þeir að þær færu með hé-
góma og trúðu þeim ekki fyr en hann birtist þeim sjálf-
um. Eins þeir tveir á leið til Emaus sögðu: „nokkrar kon-
ur hafa hrætt oss“. Þeir hafa heyrt um konurnar, en
trúa ekki fyr en þeir þekkja hann sjálfan. Og þegar þeir
koma til hinna Ellefu og hann birtist þeim, ætla þeir
samt ekki að trúa fyr en hann segir þeim að þreifa á.