Morgunn - 01.06.1936, Blaðsíða 82
76
MORGUNN
leg. Hún þjáðist af innvortis sjúkdómi, sem hafði verið
sagður ólæknandi. Eg hafði séð dökku veruna með blæ-
una fyrir andlitinu við fótagaflinn hennar og vissi, að
hún átti skamt eftir.
Um 24 klukkustundir hafði hún verið svo veik og ör-
magna, að hún gat tæplega talað öðru vísi en hvísla, og
sjálf gat hún alls ekki risið upp í rúminu. Eg fór að sjá
tvo engla; þeir stóðu sinn hvoru megin við rúmið, og eg
vissi að þeir voru komnir til þess að flytja anda hennar
á það svið, þar sem friður ríkir og fögnuður og þjáning-
ar þekkjast ekki. Eg bjóst við að hinn nýi líkami hennar
mundi bráðlega taka á sig mynd uppi yfir útslitna jarð-
neska líkamanum.
Alt í einu opnaði hún fögru augun. Hún gaf enga
bendingu um að hún kannaðist við englana, en hún reis
upp í rúminu, andlitið glampaði af fögnuði og hún söng
frá upphafi til enda hinn mikilfenglega lofsöng: „Hvíl
þig í Drotni!“ Rödd hennar kvað við eins hrein og sterk
eins og þegar menn höfðu hlustað á hana hugfangnir
hundruðum saman í tónleikasölunum á liðnum árum.
Það er gott að vita það, að stundum gerast þeir at-
burðir á jörðunni, sem gleðja englana. Og þessi atburð-
ur var einn af þeim. Því að hin björtu andlit þeirra
tveggja, sem stóðu við rúmið, urðu glóandi af heilögum
fögnuði meðan þeir horfðu á og hlustuðu á söngkonuna,
sem bráðlega átti að bætast við himneska hópinn.
Þegar söngnum var lokið, hneig hún aftur á bak í
rúmið og gaf upp andann. Þá sá eg fæðingu hennar inn í
hið ódauðlega líf, og burtför hennar sem engils, í fylgd
með hinum tveimur englunum, þangað sem hvíldin í
Drotni fæst æfinlega.
Andlát frú T. var mjög ólíkt þessu. Hún var mjög
auðug kona, hafði verið fríð kona og var mjög vel gefin
að vitsmunum til. En hún var óvenjulega hégómagjörn,
afar eigingjörn og að öllu leyti veraldar barn. Að ytra
áliti lézt hún vera trúhneigð kona, því að það hjálpaði