Morgunn - 01.06.1936, Blaðsíða 24
18
MORGUNN
En samt bar andlát hans bráðara að en flesta varðiV
svo að okkur, vinum hans, kom á óvart sorgarfregnin, að
hann færi látinn. Sorgarfregn var það og sorgarfregn er
það fyrir félag vort, er það nú er tilkynt í fyrsta sinn á
fundarsamkomu vorri og þess verði getið í fundargjörðum
vorum, þótt yður væri það hverjum einum áður kunnugt.
En þótt það sé oss sorg, kunnum vér að meta það
samkvæmt eðli félags vors: 1) Þannig, að vér vitum, að
honum er orðið það ávinningur, og 2) þannig, að vér vit-
um, að þeir sem deyja, eru ekki dánir, þeir sem fara, eru
ekki farnir, heldur lifa áfram, og halda áfram að geta
verið og vera í sambandi við okkur. Skal eg strax víkja.
að því.
Eg sagði, að hann var einn hinn bezti og nýtasti
maður í félagi voru. Það var S. R. F. I. mikill fengur, þeg-
ar Sigurður Kvaran flutti hingað, gekk í félagið og tók að
starfa fyrir það. Bar að vísu margt til þess, en eg hefi
sérstaklega þrent í huga, sem eg vil drepa á. Það voru
1) hæfileikar hans, 2) staða, og 3) áhugamál. Að hæfi-
leikum var hann ágætlega vel gefinn maður, skýr í hugs-
un og glöggur og gætinn í athugun, hafði, sem kallað er
í einu orði, gáfur í bezta lagi, sem hann og átti kyn til.
Og þegar þar með fylgir þéttur í lund og fylginn sér, þá
er skiljanlegt, að hann varð þarfur hverju máli, sem
hann lagðist á og léði fylgi sitt. Svo var það og í þeim
málum, sem hann fékk áhuga á og vann fyrir.
Annað nefndi eg stöðu hans. Hann var læknir, og
læknisvísindi voru því þær aðal námsgreinar, sem hann
lagði mesta stund á í lífsstarfi sínu, og hlutu því að verða
honum hugstæð og einskær. En vísindi læknanna, sem
hníga svo mjög að því, að kynna sér og þekkja út í æsar
eðli og störf líffæra og líkamsbyggingar og alt það, sem
á það getur haft áhrif, orsakir og afleiðingar að réttu eðli
— liggja svo nærri þeim efnishyggjuvísindum, sem enn
hafa ekki yfirleitt getað samþýtt sér þau margvíslegu og
— að því er virðist — yfirvenjulegu eða yfireðlilegu fyr-