Morgunn - 01.06.1936, Blaðsíða 79
MORGUNN
73
tekin upp á sunnudögum eins og einhver tilslökun við hug-
ttiyndir manna um sæmilega hegðun. Eg hefi fengið sann-
anir fyrir því, hvað eftir annað, að þessi yfirvarps trú
veitir sálinni alls engan stuðning, þegar verulega reynir
á í lífinu.
Hr. F. var innilega trúaður maður, einn af þeim val-
oiennum, sem finna stöðuga fagnaðarlind í trúnni og áreið-
anlega leiðsögn í öllum vandræðum lífsins. Öllum, sem
þektu hann, féll vel við hann. Eg var fengin til að hjúkra
honum, þegar hann lá í lungnabólgu og var í mjög mikilli
hættu. En fyrstu nóttina, sem eg var hjá honum, varð eg
þess vör, að hann naut engilþjónustu, því að eg sá við
rúmið hans engil, sem var ásýndum eins og ungur maður
°g beygði sig yfir hann. Eins og eg hefi svo oft séð lækn-
lr>ga engilinn gera í spítalanum, lagði þessi engill hægri
höndina á enni sjúklingsins. Meðan eg dvaldist þar í hús-
lnu, sá eg þennan engil við rúm mannsins á hverri nóttu,
°g oft nokkurum sinnum sömu nóttina. Stundum virtist
hann hafa mjög sefandi áhrif á sjúklinginn, friða hann í
eirðarleysinu og hjálpa honum til að sofa betur.
En þrátt fyrir þessa þjónustu og alt sem tveir læknar
gátu fyrir hann gert, versnaði honum stöðugt. Hann fékk
°ft óráð. f óráði kemur oft fram aðalstrengurinn í skap-
gerð mannsins. Svo var áreiðanlega um F. í óráðinu söng
hann oft og söng fagnandi parta úr eftirlætissálmi sínum:
„Gegnum hættur, gegnum neyð,
göngum Krists menn vora leið“.
Bólgan fór í bæði lungun og hjartað fór að veiklast.
Læknarnir, sem stunduðu hann, komust að þeirri ályktun,
að vonlaust væri um hann. Sérfræðingur, sem fenginn var
fil hans, gat ekki annað en staðfest þeirra álit, að það væri
°fvaxið allri læknisment, að bjarga lífi þessa sjúklings.
Um kvöldið, eftir að sérfræðingurinn hafði kveðið
llPP þennan dauðadóm var fjölskylda sjúklingsins látin
fara inn í herbergi hans til þess að kveðja hann, að því er