Morgunn - 01.06.1936, Blaðsíða 27
MORGUNN
21
hún þá vátryggjendum 3 kosti um hvernig greiða skyldi,
og sendi prentuð eyðublöð undir svörin. Þessi eyðublöð
með svörum Sigurðar lágu eins og til var vísað í kassan-
um í dekkra borðinu. En skírteinið sjálft var geymt í
stjórnarráðinu, þar sem iðgjöldin hafa verið greidd eins
og annara embættismanna ........Var auðséð, að svarið
var á réttri leið að vísa á þann stað, sem var vanalegur
geymslustaður skjalanna, þó að þessu skeikaði, sem var
eðlilegt, þar sem það var nú ekki í húsinu, og vera má
að Sigurði hafi, áður en hann skildi við, verið liðið úr
minni, að það var nú ekki heima. Er þráföld reynsla fyr-
ir, að slík smáatvik eru gleymd, þegar yfir er komið, t. d.
að nefna nöfn o. fl.
Við, sem viðstödd vorum, vorum því ekki í vafa um
návist hans, og höfum á þrem fundum síðan orðið hans
vör, þótt ekki kæmi svo ákveðin skeyti, og vinst nú ekki
tími til að skýra frá meiru. En enn er hann nálægur ást-
vinum sínum, og eg tel satt að segja litlum vafa bundið,
að hann sé hér hjá okkur í kvöld, á stað og í félagsskap,
sem honum var kær.
Og ef við skyldum verða þess nokkru vísari að svo
væri, þegar við innan skamms fáum skygnilýsingar, þá
vil eg með gleði og í nafni okkar allra bjóða hann hjart-
anlega velkominn.
Að svo mæltu vil eg biðja fundarmenn að votta minn-
ingu hans þakklátsemi sína og virðing með því að standa
upp. —