Morgunn - 01.06.1936, Side 121
MORGUNN
115
vera, sagði eg nokkuru seinna frá þessu. Hann var að vísu
sagnafár, en endilega fanst mér, að hann ekki líta á frá-
sögn mína sem tóman hégóma.
Snæbjörn Jónsson.
Ritstjórarabb Morguns
um hitt og þetta.
Hvítasunnan.
Þegar þetta er ritað, höfum vér fyrir fá-
um dögum haldið hvítasunnuna helga.
Prestarnir hafa lesið oss söguna furðulegu um það, þeg-
ar postularnir voru allir samankomnir á einum stað, og
skyndilega varð gnýr af himni, eins og aðdynjanda
sterkviðris, og fylti alt húsið, sem þeir sátu í; söguna
um það, er þeim birtust tungur, eins og af eldi væru,
kvísluðust og settust á einn og sérhvern þeirra; söguna
uui það, er þeir urðu allir fullir af heilögum anda og
tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim
að mæla.
T Sjálfsagt má gera ráð fyrir að mikill
?eSS' ^JÖldi manna trúi þessari sögu, að minsta
kosti að hálfu leyti. Og sanngjarnt er að
Sanga að því vísu, að prestarnir muni trúa henni. Reynd-
ar hefi eg lesið hvítasunnuræðu eftir frægan þýzkan
Pfedikara, sem byrjaði á því, að auðvitað ætlaði prest-
uvinn ekki að tala um það, hvort þessir viðburðir hefðu
í vaun og veru gerst, en allur andinn í ræðunni var á þá
leið, að auðsjáanlega trúði presturinn ekki þessari sögu,
uema þá í einhverjum táknrænum skilningi, sem gerði
söguna að engu. Eg hygg ekki, að íslenzkir prestar
le&gi út af sögunni með sama hætti og þessi þýzki prest-
ur. Þeir kunna sumir að hliðra sér hjá því að leggja
Uokkuð út af henni, og þá finst mönnum að hvítasunnu-
8*