Morgunn - 01.06.1936, Blaðsíða 61
MORGUNN
55
um spíritistum. — Hér verður ,ekki rúm til að flytja
^nnað en útdrátt úr tveimur ræðum frá síðara fundin-
um, enda getur maður af þeim séð að nokkru helztu
mótbárur andstæðinganna.
Frk. Lind-af-Hageby.
. . . Við spíritistar teljum framhaldslífið sannað.
Hvernig? Með skeytum frá svokölluðum dánum mönn-
Uru . . . Við teljum sannanirnar fyrir framhaldslífinu
akaflega mikilvægar fyrir mannlegt líf hér í þessum
heimi — fyrir líf einstaklinga og mannfélagsins í heild,
fyrir líf einnar þjóðar og allra þjóða. í staðinn fyrir
v°n, trú og óljósa þrá er komin ákveðin vissa, og við get-
um ekki látið syfjulegar sunnudags-hugleiðingar eða sál-
arrannsóknirnar út af fyrir sig einar um það. Framhalds-
Hfið hefir verið sannað, en það hefir líka verið sýnt fram
a fleira, svo sem hið andlega lögmál orsaka og afleiðinga,
S1ðferðilegar skyldur, árangurinn af hugsunum vorum og
kfi hér á jörðu. Þess vegna langar spíritista til að boða
sannanirnar fyrir framhaldslífinu, að breiða út sann-
teikann ...
Án framhaldslífs verður öll viðleitni okkar tilgangs-
laus. Ef við erum aðeins hold, sem lifir skamma stund, —
sálir okkar eru aðeins froðan eða ólgan í dálitlum efn-
iskekki, — hví þá að hirða um framfarir, lög, frið, Þjóða-
kandalagið o. s. frv.? Nei, kenningar efnishyggjunnar eru
aiótmæli gegn allri viðleitni okkar.
Við hugsum ekki um annað líf af því, að við þorum
ekki að horfast í augu við þetta líf, heldur af hinu, að
Vlð vitum, að allar lifandi verur eru mótaðar og lífi gædd-
ar af andanum — þeim anda, sem var, er og verður. —
Andstæðingar okkar eru yfirleitt tyennskonar, —
þeir. sem telja samband við framliðna menn ómögulegt,
°S hinir, sem hyggja það mögulegt, en álíta að það sé
rangt eða af illum (djöfullegum) uppruna.
Vinir okkar, efasemdarmennirnir, sem heiðruðu okk-
L