Morgunn


Morgunn - 01.06.1936, Side 11

Morgunn - 01.06.1936, Side 11
MORGUNN 5 Ef eg ætti að fara út í þær kenningar, sem spiritism- inn hefir tekið til meðferðar og látið sig miklu slcifta, þá yrði það alt of langt mál. Vér komum þar inn í það völundarhús spurninga og vandamála, sem enginn kemst út úr á fáeinum mínútum. Eg þarf ekki annað en nefna nokkur af þeim málum til þess að yður verði skiljanlegt, að þau verða ekki afgreidd í einum hasti. Eg læt mér nægja að nefna þessi: Persónuleikur manns- ins, hvernig honum er í raun og veru háttað; þjónusta englanna; stigin eða sviðin, sem mannssálinni er ætlað að fara eftir í öðrum heimi; ástand sálnanna á þessum sviðum; innblásturinn; framþróunin; endurholdgunin; hvernig sálrænu fyrirbrigðin (efniskend og hugræn) gerast; hjálpin til vansælla sálna í öðrum heimi; verndarenglar; afturhvarf í öðrum heimi; máttur bæn- arinnar og hvernig bænheyrslan gerist. Eins og þið sjá- ið, seilast þessi umræðuefni inn á svið sálarfræðinnar, guðfræðinnar, náttúrufræðinnar og heimspekinnar. Langtum fleira mætti telja, en þess gerist ekki þörf. Það er engin von, að menn séu fyllilega sammála um þetta alt. En það er verið að reyna að ráða gáturnar með aðstoð þeirra, sem lengra eru komnir í tilverunni. Þó að sú vandhæfni sé á því að tala um trú og kenningar spiritistanna, sem eg hefi þegar vikið að, þá má enginn skilja orð mín svo, sem þeir séu ekki sam- mála um neitt annað en að framhaldslífið bíði vor og að unt sé að ná sambandi við framliðna menn. Það at- riðið, sem sennilega er mest samræmi í í þeirra hóp, er hugmyndir þeirra um annað líf, svo langt sem sú vitn- eskja nær, er þeir hafa fengið, til þess að unt sé að gera sér hugmyndir um þetta mikilvæga atriði. Og eg hygg, að af því, sem þeir hafa boðað, hafi þessum hugmynd- um þeirra verið almennast veitt viðtaka. Af öllu því, sem mannanna börn hafa óttast, hefir óttinn við dauðann áreiðanlega verið algengastur. Það stafar meðal annars af því, að fyrir öllum á það að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.