Morgunn - 01.06.1936, Side 11
MORGUNN
5
Ef eg ætti að fara út í þær kenningar, sem spiritism-
inn hefir tekið til meðferðar og látið sig miklu slcifta,
þá yrði það alt of langt mál. Vér komum þar inn í það
völundarhús spurninga og vandamála, sem enginn
kemst út úr á fáeinum mínútum. Eg þarf ekki annað en
nefna nokkur af þeim málum til þess að yður verði
skiljanlegt, að þau verða ekki afgreidd í einum hasti.
Eg læt mér nægja að nefna þessi: Persónuleikur manns-
ins, hvernig honum er í raun og veru háttað; þjónusta
englanna; stigin eða sviðin, sem mannssálinni er ætlað
að fara eftir í öðrum heimi; ástand sálnanna á þessum
sviðum; innblásturinn; framþróunin; endurholdgunin;
hvernig sálrænu fyrirbrigðin (efniskend og hugræn)
gerast; hjálpin til vansælla sálna í öðrum heimi;
verndarenglar; afturhvarf í öðrum heimi; máttur bæn-
arinnar og hvernig bænheyrslan gerist. Eins og þið sjá-
ið, seilast þessi umræðuefni inn á svið sálarfræðinnar,
guðfræðinnar, náttúrufræðinnar og heimspekinnar.
Langtum fleira mætti telja, en þess gerist ekki þörf.
Það er engin von, að menn séu fyllilega sammála um
þetta alt. En það er verið að reyna að ráða gáturnar
með aðstoð þeirra, sem lengra eru komnir í tilverunni.
Þó að sú vandhæfni sé á því að tala um trú og
kenningar spiritistanna, sem eg hefi þegar vikið að, þá
má enginn skilja orð mín svo, sem þeir séu ekki sam-
mála um neitt annað en að framhaldslífið bíði vor og
að unt sé að ná sambandi við framliðna menn. Það at-
riðið, sem sennilega er mest samræmi í í þeirra hóp, er
hugmyndir þeirra um annað líf, svo langt sem sú vitn-
eskja nær, er þeir hafa fengið, til þess að unt sé að gera
sér hugmyndir um þetta mikilvæga atriði. Og eg hygg,
að af því, sem þeir hafa boðað, hafi þessum hugmynd-
um þeirra verið almennast veitt viðtaka.
Af öllu því, sem mannanna börn hafa óttast, hefir
óttinn við dauðann áreiðanlega verið algengastur. Það
stafar meðal annars af því, að fyrir öllum á það að