Morgunn


Morgunn - 01.06.1936, Síða 82

Morgunn - 01.06.1936, Síða 82
76 MORGUNN leg. Hún þjáðist af innvortis sjúkdómi, sem hafði verið sagður ólæknandi. Eg hafði séð dökku veruna með blæ- una fyrir andlitinu við fótagaflinn hennar og vissi, að hún átti skamt eftir. Um 24 klukkustundir hafði hún verið svo veik og ör- magna, að hún gat tæplega talað öðru vísi en hvísla, og sjálf gat hún alls ekki risið upp í rúminu. Eg fór að sjá tvo engla; þeir stóðu sinn hvoru megin við rúmið, og eg vissi að þeir voru komnir til þess að flytja anda hennar á það svið, þar sem friður ríkir og fögnuður og þjáning- ar þekkjast ekki. Eg bjóst við að hinn nýi líkami hennar mundi bráðlega taka á sig mynd uppi yfir útslitna jarð- neska líkamanum. Alt í einu opnaði hún fögru augun. Hún gaf enga bendingu um að hún kannaðist við englana, en hún reis upp í rúminu, andlitið glampaði af fögnuði og hún söng frá upphafi til enda hinn mikilfenglega lofsöng: „Hvíl þig í Drotni!“ Rödd hennar kvað við eins hrein og sterk eins og þegar menn höfðu hlustað á hana hugfangnir hundruðum saman í tónleikasölunum á liðnum árum. Það er gott að vita það, að stundum gerast þeir at- burðir á jörðunni, sem gleðja englana. Og þessi atburð- ur var einn af þeim. Því að hin björtu andlit þeirra tveggja, sem stóðu við rúmið, urðu glóandi af heilögum fögnuði meðan þeir horfðu á og hlustuðu á söngkonuna, sem bráðlega átti að bætast við himneska hópinn. Þegar söngnum var lokið, hneig hún aftur á bak í rúmið og gaf upp andann. Þá sá eg fæðingu hennar inn í hið ódauðlega líf, og burtför hennar sem engils, í fylgd með hinum tveimur englunum, þangað sem hvíldin í Drotni fæst æfinlega. Andlát frú T. var mjög ólíkt þessu. Hún var mjög auðug kona, hafði verið fríð kona og var mjög vel gefin að vitsmunum til. En hún var óvenjulega hégómagjörn, afar eigingjörn og að öllu leyti veraldar barn. Að ytra áliti lézt hún vera trúhneigð kona, því að það hjálpaði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.