Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Page 27

Morgunn - 01.12.1939, Page 27
MORGUNN 153 og unnt er, sleppa engu smáatriði, þótt það kunni að virðast lítilfjörlegt við fljótlega athugun, í smáatriðunum eru oft fólgnar sterkustu sannanirnar, og komi það fyrir, sem oft ber við, að honum sé sýnt eitthvað sem honum finnist lík- legt að eigi eftir að gerast, að halda því vandlega til haga og koma því sem fyrst til einhvers þess, er hann getur treyst, svo að hann geti borið vitni um, að frá þessu hafi verið sagt áður en það gerðist, sem gefið hefir verið í skyn. Þessum hinum sömu vil ég og segja það, og yfirleitt öll- um þeim, sem sálrænum hæfileikum eru búnir, að þeir verða að gera sér það ljóst, að hvorki þessi né aðrir sál- rænir hæfileikar mannanna eru gefnir þeim einum, sem þeim eru búnir, til ánægju eða yndisauka. Þeir eru heilög náðargjöf æðri máttarvalda, sem öllum slíkum er trúað fyrir að ávaxta og nota jafnframt öðrum, hjálpar- og huggunarþurfa mönnum til styrks og sálubóta á örðugustu stundum þeirra. Sjáandanum sýnist vera falið það göfuga hlutverk fyrst og fremst, að segja leitandi og harmbeygðum vegfarend- um jarðlífsins frá því, að látnir lifi, og margar dásamlegar sannanir fyrir framhaldslífi látinna manna og veruleik ó- sýnilegs heims, hafa komið til mannanna gegnum skyggni- hæfileikann. Sjáendunum kann og að vera falið miklu víð- tækara hlutverk en þetta eitt, en meðan þoka óvissunnar grúfir jafn dimm yfir hugarlöndum manna og enn á sér stað, þá veitir sannarlega ekki af því, að hvert einasta tækifæri sé notað, sem líklegt getur talizt til að veita ljósi eilífðarvissunnar inn í myrkur saknaðar og sorgar. En þó að einhverra sálrænna hæfileika verði vart hjá einum eða öðrum, er ekki æfinlega sjálfsagt að þeir hinir sömu séu góðum miðilshæfileikum gæddir, í þeirri merk- ingu, sem vér notum það orð venjulega. Um það er hvorki þeim né öðrum unnt að fullyrða í byrjun. Úr því fæst að eins skorið með tilraunum, en áður en á þeim tilraunum er byrjað, er hinum sálrænu mönnum og öðrum þeim, er til greina kunna að koma, mjög nauðsynlegt að afla sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.