Morgunn


Morgunn - 01.12.1939, Page 58

Morgunn - 01.12.1939, Page 58
184 M 0 R G U N N —og meira en í f jarsýn—því að það lögmál, sem gildir fyrir sjónina að sjá hlutina í ákveðinni afstöðu, var ekki lengur til fyrir mér. Ég þurfti ekki annað en að beina sjón minni að hverju einstöku skipi, þá gat ég séð það og allt sem á því var — andlit skipshafnarinnar, fágaða látúnsmuni, upphringaða kaðla og annan útbúnað á þilfarinu — gat séð það eins skýrt eins og ég sjálf stæði á þilfarinu. Og jafnvel meira en það — ég gat horft gegnum þiljurnar á stóru hafskipi og séð alla aðalhluti þess, hinar undursam- legu vélar og kyndarana nakta niður að mitti moka elds- neytinu á eldana. Leiðtogi hefir sagt mér, að englarnir þurfi ekki annað en að beina hugsun sinni að einhverjum stað á jörðinni, þá geti þeir á sömu stundu séð hann eins og þeir væru þar í raun og veru. Þeir geta heyrt hvað þeir menn segja, sem eru þar. Þeir geta lesið hugsanir þeirra, sem stundum eru mjög á annan veg en það, sem orð þeirra láta í ljósi, og frá sínum háu sviðum geta þeir með eldingarhraða, eins og leiftra til barna jarðarinnar hugskeytum, sem festast í hugum þeirra, ef þau eru rétt samstillt til móttöku, eins og viðtökutækið endurtekur þráðlaus rafskeyti, þegar það er stillt á rétta bylgjulengd. Það sem hreif mig mest í Himnagarðinum, fyrir utan hina töfrandi fegurð, eins og áður í aldingarði himnaríkis, var það, að þar var alls ekkert sem benti á hrörnun. Þar var engin fallin lauf að sjá, engin bliknuð blóm, engin visnuð grasblöð. Jafnvel fyrir jurtagróðurinn á þessum sæluríku sviðum virtist sem dauðinn væri óþekktur. Þar eru heldur ekki neinir skuggar. Trén, húsin, englarn- ir varpa engum skugga frá sér. Hvaðan sem ljósið stafar, virtist það ekki koma frá neinum sérstökum ljósgjafa, líkt og sólin er, sem lýsir upp jörðina. Myrkur þekkist þar ekki. Og englarnir hafa sagt mér, að á jörðinni er heldur ekkert myrkur til fyrir þá. Þeir geta séð allt hér jafnt um nótt sem dag. Sjón andanna þarf engan tilbúinn ljósgjafa. Um víðáttu þeirra sviða, sem mér hefir auðnazt að koma
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.