Lífið - 01.06.1937, Page 3
L.ÍFIÐ
161
Bjargið börnunum!
Eftir J. B.
Vegna þess, að eg tel uppeldismálið mál málanna
í heiminum, og vegna áhuga míns fyrir því, birti eg
hér stutta grein eftir mig um nauðsyn þess. 1 þetta
sinn verður aðeins drepið á helstu atriði þess mikla
máls. Þau atriðin, sem eg mun víkja að, eru þessi:
í fyrsta lagi: Nauðsyn foreldra á fræðslu í uppeldi.
í öðru lagi: Skyldur foreldra gagnvart börnum.
í þriðja lagi: Skyldur þjóðfélagsins gagnvart börn-
unum.
í f jórða lagi: Hvað gera mætti til þess að örva á-
huga foreldra og skilning á uppeldisfræðslu.
Hvers vegna þurfa foreldrar fræðslu til þess að
.geta alið börn sín upp svo að í sæmilegu lagi sé?
Því er fljótsvarað með því að benda á þá staðreynd,
að uppeldi barns er stærsta og háleitasta hlutverk,
sem nokkrum manni getur hlotnast, en jafnframt hið
vandasamasta. Hinsvegar er fátt örðugra, en sann-
færa marga uppeldisaðila um þessi sannindi.
Eins og almennt er vitað, þarf hver einstaklingur
þjóðfélagsins ákveðna fræðslu tii þess að geta unnið
sér brauð. Það er viðurkent, að þeim einum sé treyst-
andi til að leysa af hendi vandasöm störf, sem er þeim
vaxinn að þekkingu. Þó að menn hafi sérhneigð til
einhvers starfs, þurfa menn samt á fræðslu að halda.
-Á.n þekkingar geta bestu hæfileikar aldrei notið sín..
ll