Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 4
162
LÍFIÐ-
Auk þess er hlutskifti sumra manna ekki sú starfs-
grein, sem hugur þeirra hneigist helst að, og eykur
það nauðsyn náms enn meir. Jafnvel einföldustu störf
krefjast nokkurrar kunnáttu, til þess að mjög vel
verði af hendi leyst. Að uppeldi barna sé undanskilið
þessari algildu reglu, eins og margir þó virðast ætla,,
fær ekki staðist heilbrigða gagnrýni.
Það, sem liggur til grundvallar öllu uppeldi, er mis-
munur manna og dýra. Líkamsbygging mannsins og
spendýranna, sem hann heyrir til, er áþekk í mörgu.
Mismunurinn er því aðallega andlegs eðlis. Dýrin
geta ekki dregið neinar ályktanir af hlutunum, svo
teljandi sé, né safnað reynslu, eins og kallað er. Þann
hæfileika — að hugsa í eiginlegri merkingu — hefir
maðurinn fram yfir öll önnur dýr. Þeim er nóg að
líkamsþörfum þeirra sé fullnægt. Þar með er alt talið
viðvíkjandi uppeldi þeirra.
En manninum er þetta ekki nóg. Eins og allir vita,
þarf barnið gnægð góðrar fæðu, hlýjan fatnað, hrein
og heilnæm húsakynni til þess að öðlast fullan lík-
amsþroska. Þetta nær einnig til andlegs þroska, því
heilinn þarf ekki síður næringu til heilbrigðs vaxt-
ar en önnur líffæri. En það sem nægir til alls þroska.
ungviðis, ef það er kálfur eða lamb, það nægir ekki
barni, vegna meðfæddra yfirburða þess, og einkum
vegna samveru þess við önnur börn og sérstaklega
fullorðið fólk, í einu orði sagt: vegna umhverf-
isins.
Hvað veldur því, að menn skilja svo illa hvorir
aðra? Hvað torveldar svo mjög viðskifti mannanna
og kemur í veg fyrir að þau takist? Hvers vegna