Lífið - 01.06.1937, Side 6
164
LÍFIÐ
hátterni og skilja þau orð rétt, sem það mælir við
hana á sínu eigin máli. Hvernig fær hún skilið merk-
ingar hinna óteljandi blæbrigða barnssálarinnar,
jafnvel þótt þau speglist ásthýrt í breytni barnsins?
Til þess þarf mikla þekkingu. En sú þekking er fólg-
in í uppeldisfræðinni, sem er samsafn langrar og
fjölþættrar reynslu.
Um tilgang og takmark uppeldisins má það í fæst-
um orðum segja, að það á að miða að því, að með-
fæddir hæfileikar barnsins nái sem mestum þroska,
til gagns fyrir einstaklinginn og þjóðarheildina, sem
venjulega er nefnd þjóðfélag.
Þá er að líta á meðfædda eiginleika barnsins, eða
arfgengið, og til hvers það er líklegt að leiða. Þar
verð eg að stikla á stóru, og aðeins geta skoðana
nokkurra heimskunnra uppeldisfræðinga.
Durkheim kveður svo að orði: „Meðfæddir eigin-
leikar eru mjög almenns eðlis og mjög óljósir. Barn-
ið erfir dálitla athygli, sjálfsbjargarhvöt, heilbrigða
dómgreind, ímyndunarafl o. s. frv. En sérhver þessi
gáfa getur miðað að einu eða öðru ólíku takmarki.
Barn gætt fjörugu ímyndunarafli getur orðið málari
eða skáld eða verkfræðingur eða fjármálamaður eða
eitthvað annað, eftir því, hvað í umhverfinu hefir
mest áhrif á það, það er að segja, framtíð vor er ekki
fyrirfram ákveðin af meðfæddum eiginleikum“.
Bain orðar þetta þannig: „Sonur mikils málfræð-
ings erfir ekki einn einasta bókstaf. Sonur námu-
manns getur orðið snjallari í landafræði í skólan-
um en sonur landkönnuðar“.