Lífið - 01.06.1937, Page 8
166
LÍFIÐ
um óvitaaldri. Steingrímur Arason benti nýlega á
bað í útvarpsræðu, hve skaðleg höfuðmeiðsli væru
fyrir ungbörn, og að hræðsla, angist og sár sorg gætu
valdið æfilangri geðsröskun. Foreldrum er að engu
eins mikil ánægja og lánsömum börnum. Og ekkert
getur valdið foreldrum meiri hrygðar, ef þau hafa
heilbrigðar tilfinningar og vitsmuni, en ógæfa eigin
barna. — Og þó býr oftast lánið' eða ólánið í uppeld-
inu einu saman.
Það þarf að lærast, að fara með vélar. En enga
vél er eins vandfarið með og viðkvæma barnssál.
Foreldrar vei'ða að gera sér ljóst, sjálfra sín og
barna sinna vegna, að uppeldið krefst þekkingar,
jafnvel frekar en alt annað í lífinu. Foreldrum er
því lífsnauðsyn að veita uppeldisfræðilegri þekkingu
viðtöku. En sú þekking fæst nú, eins og málum er
háttað, hjá barnakennurum, í tímaritum og í útvarpi.
Þó að faðir komi til greina sem uppeldisaðili á
heimilinu, hvílir þó meginþungi uppeldisins á móð-
urinni.
Mér kom í hug, áður en eg heyrði nokkuð frá slíku
skýrt, að stofna ætti háskóla fyrir ungar stúlkur, til
þess að búa þær undir móðurstarfið, eins og hverja
aðra sérgrein eða sérstakt starfssvið. Eg gerði ráð
fyrir 3—4 vetra kenslu í uppeldisfræði og öðrum
húsmóðurstörfum, og að nemendurnir gengju undir
próf að námi loknu. Gott próf hlyti líka að hafa
hjúskapargildi. — Þegar eg færði þetta í tal við
reyndan skólastjóra, taldi hann áhrif svona skóla-
lærdóms háð takmörkunum heimilisaðstæðanna.