Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 10
168
LÍFIÐ’
hverfi og nægilega mentun. Bresti þessi skilyrði, geta.
foreldrar ekki rækt skyldu sína sómasamlega.
Þó að ráðleggingar mínar nái skamt uppeldisfræði-
lega séð — að eins uppeldisfræðingar geta veitt tæm-
andi fræðslu, einkum sálfræðilega —, ætla eg þó að
nefna nokkur almenn atriði.
Það má aldrei hafa ungbarn að leikfangi. Það á.
að venja það á reglusemi með því að gefa því pel-
ann eða brjóstið á sama tíma, svæfa það á sama tíma,.
dag eftir dag o. s.frv. Það má aldrei láta eftir kenj-
um þess. Með ástundun og einbeittni má fyrirbyggja.
að það hafi hönd á öllu og venjist á heimtufrekju-
Það verður að veita því alt það frjálsræði, er aldur
þess leyfir. Leikþrá þess þarf að fullnægja með leik-
föngum og í samneyti við börn á þess reki. Það þarf
að kynna því eins fljótt og unt er nauðsyn og skemt-
un vinnunnar. Varast ber að hræða barnið nokkra
sinni. Frá byrjun á að venja það á sjálfsbjargarvið-
leitni, með því, að hafa það eins lítið á höndum og,
unt er, og láta það reyna að hjálpa sér sjálft, og þá.
fyrst koma því til aðstoðar, ef það þrýtur öll úrræði.
Þetta þróar hjá barninu djörfung og vilja, — mótar
það til manndóms og dáða.
Mjög er nauðsynlegt að fræða börn um kynferðis-
mál. Barnið er ungt þegar það vill fá að vita, hvernig
það er orðið til. Amerískur kvenlæknir ræður mæðr-
um til að svara spurningum barnanna þannig: a5
lítil börn verði til 1 líkama mömmu sinnar, hafi átt
þar skjól líkt og ungi í hreiðri.
Dr. G. Claessen segir: „Á tvennum aldursskeiðum
á fræðsla barna um kynferðismál að fara fram: þeg-