Lífið - 01.06.1937, Síða 12
170
LÍFIÐ
<er fullorðið fólk fremur í návist þeiri'a. Það er „prin-
icipielt“ rangt. Til þess er réttilega ætlast, að barnið
taki hina fullorðnu uppeldisaðila sér til fyrirmynd-
ar í góðri breytni. En þá má ekki jafnframt ætlast
til þess, að það sneiði hjá þeim fordæmum, sem eru ill
og skaðleg. Einusinni sagði barnakennari við mig:
„Það er skylda hvers barnakennara, að nota hvorki
tóbak né áfengi, gæta hófs í öllu og temja sér dygð-
ugt líferni".
Þetta er ekki síður skylda foreldra, sem eru virk-
ustu uppeldisaðilarnir enn sem komið er. Það mætti
ætla, að flestir foreldrar gættu þessa. En reynslan
sýnir, að svo er ekki. Flestir vanrækja þetta, því mið-
ur. En út yfir tekur, að margir foreldrar hafna allri
fræðslu, sem þó er brýnasta skylda þeirra að veita
viðtöku.
Þá ber að minnast á skyldur þjóðfélagsins gagn-
vart börnunum, — á hverra herðum þegnskyldurnar
hvíla eftir nokkur ár. Meginþungi refsilaganna hvílir
ekki á æskunni. Þegar menn hafa náð ákveðnu ald-
ursmarki, telur þjóðfélagið þá svo þroskaða að vits-
munum og siðgæði, að þeir séu ábyrgir gerða sinna,
svo fremi sem þeir eru ekki viðurkendir fábjánar.
Þetta gerir þjóðfélagið þrátt fyrir það, þótt það eigi
enga íhlutun í þróun æskumannsins, nema skóla-
kenslu hans, sem takmarkast af ákveðnum reglu-
gerðum, sem er meira og minna áfátt. Enn fer upp-
eldið mest fram á heimilum barna. Og meðan for-
eldrar halda áfram að hafa það vald yfir börnum,
sem þeir enn hafa, er ómögulegt að bæta uppeldið í
ladinu, svo verulegu nemi, ef ekki tekst að glæða