Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 14
172
LÍFIÐ'
málum stafar fyrst og fremst af því, að uppeldið hef-
ir verið, fram að þessu, af handahófi. Þekking á
þessu sviði er því nýmæli.
Enn líta flestir svo á, að börnin geti siðbætt sig
sjálf á fullorðinsaldri. Samkvæmt því er ætlast til að
börnin séu foreldrum sínum fremri um sitt eigið upp-
eldi. Væri þetta rétt, yrði ábyrgð foreldra lítil sem
engin. En þetta er ekki svo. Þó hægt sé að benda á
ýms dæmi, þar sem börn hafa getað breytt óheppi-
legum uppeldisáhrifum í betra horf síðar á æfinni,
sannar uppeldisfræðin, að slíkt getur ekki í reyndinni
átt við meginþorra barna, þegar þau eru fullþroska
menn og konur.
Sumir foreldrar finna vanmátt sinn í hlutverki
sínu og í ráðleysi forðast alla umhugsun um vanda
uppeldisins. Þeir hafa mann fram af manni aldrei
hlotið neitt uppeldi bygt á viti og þekkingu, og eru
því sjálfir altaf börn. Barnaskapur þeirra á engin
takmörk. Afkvæmin eru skoðuð sem skemtilegust af
öllum leikföngum. Svo þegar börn, alin upp í svona
brúðuhúsum, eru farin að stækka, eru þau aðra
stundina kjössuð, hina stundina jafnvel formælt fyr-
ir óþekt og þessháttar.
Eg þekki ýms dæmi, og þér þekkið vafalaust svipuð
dæmi, þar sem móðir hefir sífelt verið að gæla við
ungbarn, ætlað næstum að kæfa það með kossum,
látið að öllum þess kröfum stjórnlaust og þannig al-
ið upp í því kenja og heimtufrekju, en jafnframt ver-
ið sífelt að atyrða eldri börnin fyrir smávægileg brek,.
kenja og heimtufrekju, sem hún stuðlaði að, þegar
þau voru á aldri ungbarnsins. Eldri börnin funda