Lífið - 01.06.1937, Page 15
X.ÍFIÐ
173
enga skynsamlega ástæðu fyrir því, að kærleikur
móður þeirra beindist allur að óvitanum, en þau sjálf,
farin að vitkast, færu varhluta af móðurástinni. Af
þessu spratt öfund gagnvart ungbarninu og beiskja
.gagnvart móðurinni, sem þeim fanst óréttlát í breytni
sinni.
Þessi dæmi eru ekki fá. En þó er þeim lítill gaum-
ur gefinn. Ennþá er því svo farið, að varla er til
málefni, sem eins lítils er virt og uppeldi barna, ekk-
ert eins óvinsælt, eins og að segja foreldrum sann-
leikann í þessu efni. Þann stutta tíma, sem eg hefi
beitt mér fyrir bættu uppeldi í landinu, hefi eg mætt
meira áhugaleysi og jafnvel meiri vöntun heilbrigðr-
ar ábyrgðartilfinningar en mér hefði áður getað til
hugar komið. En hver er svo úrlausnin — hver úr-
ræðin ?
Stærsta harmsaga hverrar þjóðar er auðnuleysi og
slötun sumra einstaklinga með ágætum hæfileikum.
ísland á sinn bróðurpart í þeirri hörmung. Það er að
vísu farið að draga úr þeim ósköpum að telja eftir
hverja krónu, sem ríkið hefir lagt fram til eflingar
uppeldi með aukinni barnaskólafræðslu. — Þó eru
barnakennarar enn of lágt launaðir. Það virðist því
•ekki blása byrlega að fá framgengt kröfum um rausn-
arleg framlög úr ríkissjóði til aukinnar uppeldis-
fræðilegrar mentunar foreldra alment. — En þessar
kröfur eru bæði sanngjarnar og sjálfsagðar. Þær
helstu, samkvæmt mínu viti, eru þessar:
Við alla kvenna- og húsmæðraskóla sé uppeldis-
fræði jafnframt fræðslu um venjuleg húsmóðurstörf,
eg að engu minni áhersla sé lögð á uppeldisfræðina.