Lífið - 01.06.1937, Qupperneq 16
174
LÍFIÐ
Að menn, valdir af Sambandi ísl. barnakennara,
ferðist um landið og flytji fræðsluerindi um uppeldi
barna í kaupstöðum og sveitum.
Að barnakennarar beiti sér fyrir því, að blað, rit-
að af þeim sjálfum, til leiðbeiningar foreldrum, verði
stofnsett og útbýtt ókeypis á hverju heimili á landinu.
Sumir sveitabændur lesa pólitísk blöð, sem leiðtog-
ar flokka með andstæðar stjórnmálaskoðanir senda
þeim, af því að þeir fá þau gefins, þótt þeir annars
yrðu af slíkum lestri, ef þeir þyrftu að borga fyrir
hann. Svo myndi og mörgum fara, ef þeir fengju
uppeldisrit ókeypis, þótt þeir sjái ekki nauðsyn á að
kaupa það. — Athyglinni yrði beitt, eins og efni
standa til, með misjöfnum árangri. En að líkindum
áynnist mikið gott með þessu. Auk þess myndi ný-
mæli þetta eitt nægja til þess að gera menn forvitna.
Ritað eða prentað mál er áhrifameira en talað,
eða víðtækara skilið — það er varanlegra. Mörgum
þykir ekki nóg að hlusta á útvarpsræðu — þeir vilja
líka lesa hana. — Þegar menn við lestur eru farnir
að fá áhuga fyrir uppeldismálum, leggja þeir hlustir
við hina alls staðar hrópandi röddu útvarpsræðu-
mannsins, og þá getur útvarpið orðið enn máttugri
uppeldisfræðari en nú er. Menn munu þá ekki, eins
og nú tíðkast sumstaðar, skrúfa fyrir útvarpið þeg-
ar uppeldismál eru á dagskrá, heldur langa meira til
að hlusta á það en nokkru öðru sinni. — Því fé, sem
verja þyrfti í þessu skyni, væri ekki há upphæð í
mínum augum, borið saman við önnur útgjöld ríkis-
ins og með hliðsjón af nauðsyn og nytsemi þessarar
útbreiðslustarfsemi. Þótt til þessara framkvæmda