Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 18
176
LÍFIÐ
-S) Hún rannsakar kærur eða kvartanir, sem henni
berast um meðferð barna eða unglinga í umdæmi
hennar. Ennig hefir hún sjálf frumkvæði að
slíkri rannsókn.
4) Hún útvegar í samráði við foreldra, aðra for-
ráðamenn eða sveitarstjórn börnum þeim, sem
þurfa þykir, góðan samastað, um lengri eða
skemmri tíma, eftir ástæðum.
5) Hún stuðlar að aukinni fræðslu um meðferð og
uppeldi barna, t. d. með því að sjá um, að flutt
séu erindi um slík efni og veittar leiðbeiningar
þeim, er þeirra óska eða þarfnast þeirra.
6) Hún veitir þeim, er þess óska, leiðbeiningar eða
aðra slíka aðstoð við uppeldi barna.
7) Hún getur sett barni sérstakan eftirlitsmann,
ef þörf krefur.
8) Hún lítur eftir því, að börnum sé ekki ofþjakað
með þungri vinnu né löngum vinnutíma.
9) Hún hefir vald til þess, er hún óskar, að rann-
saka og kveða upp rökstudda úrskurði um mál
barna innan 16 ára aldurs, þau, sem annars bera
undir dóms- og lögregluvaldið.
10) Þar sem kvikmyndahús starfa, er nefndinni skylt
að afla sér áreiðanlegrar vitneskju um hverja
mynd, áður en hún er sýnd börnum; og er eig-
endum kvikmyndahúss skylt að sýna nefndinni
hana á undan almenningi, ef hún óskar þess.
Telji meiri hluti nefndar mynd skaðlega eða
óholla sálarlífi barna, getur hún bannað, að hún
verði sýnd börnum.
1 8. grein sömu laga segir svo: