Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 24
182
LÍFIÐ
Sigmund Freud.
Eftir prófessor Theodor Hartvig, háskólak. í Prag.
Fyrir daga Freud var eitthvað vitað um hið
óvarurðarlega í manninum. Heimspekingurinn Ed-
ward v. Hartmann — gagnstætt Hegel — skýrði
svo efnisheiminn, að hann grundvallaðist á hinu
óvarurðarlega, að hið óvarurðarlega væri því undir-
staðan, sem hið varurðarlega — hugsunin — byggð-
ist á (Philosophie des Unbewusten, 1869). — Með
þessu er átt við, að óvitundin (óskynjunin) byggi
upp vitundina (skynjunina), eða að sú fyrgreinda
„útvegi“ (beschaffe) hinni síðargreindu tilveruskil-
yrði. Öll ósjálfráð líffærastarfsemi líkamans á rót
sína að rekja til óvitundarinnar. Öllum hvötum, á-
samt orku, ósjálfráðra vöðvahreyfinga, hvort sem
átt er t. d. við hjartaslögin, andardráttinn eða starf-
semi þarmanna, er stjórnað og þær skipulagðar af
óvitundinni; sama máli gegnir um gervalla efna-
skiftingu líkamans. Það myndi nú líka raska hugar-
jafnvægi voru, ef öll þessi mikla og flókna starfsemi
væri háð vitund vorri og stjórnaðist af vilja vorum,
líkt og sjálfráðar hreyfingar gera. Það, sem vér yf-
irleitt eigum við með æfingu gáfaðs manns — t. d.
leikni á slaghörpu, — er, eins og hún verður ná-
kvæmast skilin, að mestu leyti komin undir því, að
hreyfingar, upprunalega sjálfráðar, hafa breyst
þannig, að þær eru orðnar „ósjálfráðar". Að öðrum