Lífið - 01.06.1937, Side 26
184
LÍFIÐ’
vora ýmsu, sem hægt er að hnjóta um. Krafist er,
að vér afsölum oss og höfnum því, sem brýtur í bág"
við alt það, sem úreltar siðareglur þvinga upp á oss,.
til þess að geta með kúgun hefðarinnar látið oss með
illu, ef ekki með góðu, „falla í kramið“! Hinir undir-
okuðu, með tilliti til niðurbældra hvata, eru ekki með
því algerlega fjarlægðir möguleikum til að láta eðli-
legt og heilbrigt ástríðumagn fá fram- eða útrás.
Þeir neyðast til — knúðir áfram af ómótstæðilegri.
þörf — að fara krókaleiðir til þess að fá fullnæg-
ingu, eða í öllu falli úrbót fullnægingar t. d. með'
sjálfsfriðun (Masturbation), sem er hvorki meira
né minna en nauðsyn, ef venjulegt samræði er ekki
fyrir hendi, til viðhalds kynhvötinni, sem ella dofn-
ar og dvínar, einkum er mjög á æfina líður. — Ef
rosknir menn hafa stöðugt samræði við fjörmikið
kvenfólk eða viðhafa sjálfsfriðunaraðferðir, út úr
neyð, halda þeir áfram að vera ungir fi’am að dauða-
stundu, ella hremmir Elli gamla þá. Sjálfsfriðun
er því að sjálfsögðu miklu heppilegri en algert bind-
indi í þeim efnum, en þó ekki betri en svo, að hugar-
truflanir verða: sektartilfinning, angist, örvænting..
Sé kynhvötinni ekki gefið nokkurt svigrúm til at-
hafna — noti menn hana ekki með neinum hætti —
verða afleiðingarnar af því að bæla niður og halda
niðri annari sterkustu frumhvöt lífsins: taugaveikl-
anii', ímyndunarveiki, skynvillur, brjálsemi. Stór
hluti af íbúum vitfirringahæla eru svona fólk.
Með þessum forsendum hefst hið mikla afreks-
verk, feikna þýðingarmikla stórvirki Edmund Freud.
Hann uppgötvaði hinn sjúkdómsuppbyggjandi kraft-