Lífið - 01.06.1937, Page 27
LÍFIÐ
185
niðurbældra hugmynda og undirokaðs ímyndunar-
afls. Kynhvötin er sem sé undirstaða hugmynda-
flugsins. Á þeim tímum — þegar Freud gerði heyr-
in kunnar niðurstöður sínar — þótti uppgötvun hans
fráleit og „óvísindaleg“ fullyrðing. Fræðivitskenn-
ingu hans var því tekið með andblæstri og ofsóknum.
Þá var að eins til sálfræðileg (psychologisch), ekki
sálræn (psychisch), sálarfræði, þ. e. sálsjúkdómar
voru af læknastéttinni taldir að stafa af líffæragöll-
um (organische Defekte). Öðruvísi var slíkt ekki
skilið, þegar Freud beindi sálsýkirannsóknunum inn
á alveg nýjar brautir. Og hræðsluveikluðu eða ang-
istarsturluðu fólki var fyrirskipað að nota deyfandi
lyf: ópíum og morphin. Lyfsalarnir voru önnum
kafnir að afhenda í tonnatali sterkar hæg-þéttdrep-
andi eiturtegundir sem „lækningu“ ástar, er ekki
varð fullnægt!
Að unt er með hugarlegum aðferðum og áhrifum
að valda sjúklingnum heilsubótar og fullum bata
með því að láta sjúklinginn geta orðið sjálfum sér
þess meðvitandi, að orsök veikindanna eða vanlíðan-
innar er sú, að hvöt (venjulegast kynhvöt) hefir ekki
hlotið fullnægingu, og að heppileg og rétt beitni orku
þessarar hvatar getur leiðrétt misfellur, sem orðnar
eru, — svona skynsamleg úrlausn þessa vandamáls.
kom skólalæknum ekki til hugar, fyr en Freud reið
á vaðið, eða hafi þeim flogið eitthvað svipað í hug,
inun þeim hafa fundist það heimskan einber, eftir
öllu að dæma.
Þverúð gégn og neitun á sálkönnun eða sálgrein-
ing (Pschycoanalyse) óx uns hún varð að fullum.