Lífið - 01.06.1937, Page 29
XiÍFIÐ
187
og orð, en þýða ekkert annað né minna en hvöt og
þörf mannsins til munaðar. Eg tel sjálfur, að guð-
hræðslan sé einungis siðlaus holdsfýsn leidd burt
eftir öðrum farvegi. (Ich halte selbst die Andacht
nur fiir einen abgeleiteten Kanal des rohen Sinnen-
triebes)“.
Meira en þetta hefir Freud ekki fullyrt eða stað-
hæft; einungis hafa sjúkrahúsreynslur hans gefið
honum tilefni til og gert honum unt að rekja hinar
fyrstu hræringar kynferðisins aftur á bak til fyrstu
bernsku, til þess tíma, sem er enn mjög fjarlægur
hinni eiginlegu kynferðisstarfsemi. Kraftuppspretta
allra holdsfýsnarkenda eða munaðartilfinninga nefnir
Freud „libido“, úr latneska orðinu libet, sem þýðir:
það líkar vel (es gefállt), samkvæmt því eitthvað,
sem merkir ílöngun og nautn. Þróunarferill viðleitn-
innar og kappkostunarinnar eftir fullnægingu kyn-
hvatarinnar verður eitthvað líkt þessu í stórum
dráttum:
Fyrstu holdsfýsnarhræringar og unaðarkendir,
sem smábarnið leggur áherslu á, eiga sér stað, þeg-
•ar það er að sjúga brjóst móðurinnar; einnig við
þvagtæmingu og hægðir losna fýsnar- og unaðartil-
finningar úr læðingi, og það verður hinn fyrsti sárs-
auki fyrir manninn, þegar hann er tekinn af brjósti,
°g verður svo þar á eftir að venja sig á að fram-
kvæma „lægstu“ líkamssýslanir sínar á vissum tím-
um og eftir ákveðnum reglum „siðmentaðs“ þjóðfé-
^ags. Til frekari munaðarávinnings fyrir barnið er
Það, þegar það getur sogið fingur sína og leikið sér
að líkama sínum. Hinar fyrstu „libido“-hræringar