Lífið - 01.06.1937, Qupperneq 35
XÍFIÐ
193
löndum er hann í rénun. Á fyrstu yfirferð sinni var
hann svo mannskæður, að víða í borgum og til sveita
hér í álfu hrundi helmingur íbúanna, eða meira, nið-
ur. Hann reyndist þá sú ægilegasta sigð dauðans, er
þekst hefir í mannkynssögunni. En, eins og bólusótt-
in, átti svartidauði eftir að lækka seglin. Á heim-
sóknum sínum á 18. öld, hér í álfu, var mesti ber-
serksgangurinn runninn af honum. Einstöku dauðs-
fall og — búið. Það var alt og sumt. Á síðustu tím-
um lætur hann helst til sín taka þar, sem hann hef-
ir aldrei komið áður. Annars er hann orðinn mein-
leysingur, samanborið við þann ribbalda, sem hann
•eitt sinn var, og stendur nú sumum öðrum drepsótt-
um mjög að baki.
Hið ægilega manntjón, af völdum drepsótta til
forna, mælir gegn „úrvali“. Þ. e. a. s. meðfætt við-
nám getur ekki, samkvæmt reynslunni, verið full-
nægjandi skýring á hátterni þessara drepsótta. Rann-
sókn hefir leitt í ljós, að bæði bólusótt og svartidauði
þyrma engu frekar heilsuhraustum en heilsuveilum.
Mismunurinn á manndauða, af völdum svartadauða,
á sýkingartímabilunum í Evrópu og á Indlandi er
ekki að eins úrvali einu að þakka. Hér getur ekki
bara verið að ræða um „lífseiglu hins hæfasta“. Þar
sem fyr á öldum heil héruð urðu aldauða í Evrópu
af völdum svartadauða, bara 4 % láta lífið á Ind-
landi upp á síðkastið, er vágestur þessi herjar land-
ið á óreglubundnum tímabilum. Oss myndi nú liggja
nærri að gleypa við þeirri handahófs-fullyrðingu, að
Indverjar hafi meira mótstöðuafl gegn sjúkdómum,
•svona yfirleitt, en Evrópumenn, ef sannanir væru
13