Lífið - 01.06.1937, Page 37
LÍFIÐ
195
haldið lífi. Kynblendingarnir í greindu bygðarlagi
sluppu næstum allir við bana.
tJrval, þ. e. sérstaklega mikill líkamlegur hraust-
leiki eða heilbrigði með ágætum, kom í þessu tilfelli
ekki til greina, heldur hið aukna mótstöðumagn ev-
rópeisku innflytjendanna gegn bólusóttinni, sem
frjóssellurnar höfðu flutt frá kynslóð til kynslóðar.
Ágiskunin er vel grundvölluð, að einnig í kynblönd-
un við mannfólk, mjög næmt fyrir sterkri sýkingu,
gat þessi erfðahæfileiki haft gagnsöm áhrif.
Rannsókn leiðir efalaust í ljós nýjar og skoðana-
víðfeðmar skýringar, enda þótt frumdrættir þekk-
ingarinnar séu, að líkindum, hér með skráðir. Hér
mun ekki vera um að ræða slitrótta dulþætti, heldur
all-augljós einkenni þess, hvernig arfleifðarmögu-
leiki ónæmis gagnvart vissum sjúkdómum, að minsta
kosti, getur orðið athugaður. Rannsókn á einkenn-
unum virðist ekki einstaklega örðug. Þau benda á,
að náttúran vinnur á lterfisbundinn hátt að aukinni
hæfni líkamans til að verjast innrás manndráps-
sýkla; að slíkt er endurtekið, hvað snertir eina kyn-
slóð af annari, aukandi mótstæðihæfileika, er þess
vegna engan veginn útilykur arfgengismöguleikann.
13*