Lífið - 01.06.1937, Page 38
196
LÍFIÐ
Rufhenio.
Eftir Sigurð Einarsson, háskólakennara.
Niðurkarpatia eða Ruthenia heitir land eitt eða
landssvæði. Það myndar nú allra austasta hluta
Tékkoslovakíu, og liggur Ungverjaland að því ann-
arsvegar, en Pólland hinsvegar. Hin landfræðilega
lega Rutheniu er mjög mikils virði fyrir Tékkoslova-
kíu, því að þetta hérað er eini snertipunktur henn-
ar við Rumeníu og þar með þau lönd, sem ásamt
henni mynda Litla-Bandalagið. Og þetta landssvæði
iíta bæði Pólland og Ungverjaland alveg sérstökum
ágirndaraugum.
Héraðið hefir stórkostlega hernaðarþýðingu. En
það er ekki þess vegna, sem eg ætla að gera það að
umræðuefni í þessum þætti. Heldur vegna hins, að
þetta svæði er kannské langbesta dæmi þess, sem
fundið verður í álfunni, hverju góð og frjálslynd
stjórn getur til vegar komið í landi, sem sokkið er í
hið dýpsta neyðarástand vegna margra ára styrjald-
ar, sem gersamlega er aftur úr í menningu, og sem
undanfarin ár hefir verið vettvangur einhverrar
hinnar merkilegustu tilraunar í félagsmálum, sem
gerð hefir verið í heiminum.
Fyrir ófriðinn mikla var Ruthenia ungversk hjá-
lenda, og er óhætt að fullyrða, að af öllum þeim þjóð-
um, sem þá lutu ungverskri stjórn, hafi Ruthenarnir
átt við bágust kjör að búa. Þeir voru undirokaðir af
ungverskum landsdrotnum og gósseigendum, kaup-