Lífið - 01.06.1937, Page 39
LIFIÐ
197
mönnum af gyðingaættum og hverskyns afætulýð, en
máttu að öðru leyti grotna niður í hjátrú og fáfræði.
Hver einasti maður, sem tókst að rísa upp fyrir með-
almál landa sinna á þeim árum, varð Magyaron-Ung-
verji. En fjöldi fólks flosnaði upp og fluttist til Ame-
ríku, og hélst það alla leið fram að stríðsárunum.
1918, þegar stríðinu lýkur, er ástandið í Rutheniu
blátt áfram ægilegt. I fjögur ár hafði þetta fátæka
land verið vettvangur sjálfrar styrjaldarinnar. —
Rússland keisaratímabilsins, sem Ruthenar löngum
höfðu vænst sér aðstoðar frá, var liðið undir lok.
Það hafði ekki orðið neitt úr öllu málæðinu, sem
þyrlað hafði verið upp um frelsi og slavneskan bróð-
urkærleika. En þó að svona væri ástatt heima fyrir
voru Ruthenar þeir, sem flust höfðu til Bandaríkj-
anna, margir hverjir mentaðir og efnaðir menn. Þeir
gengu í Mið-Evrópu-bandalag Mazaryks forseta, er
hann stofnaði meðal Tékka og skyldra þjóða erlend-
is, og voru viðurkendir af vestrænu sambandsþjóð-
unum, sem sérstök þjóð, er rétt hefði til þess að taka
ákvörðun um pólitíska framtíð sína. 12. nóv. 1918
ákvað þjóðarráð Ruthena í Ameríku að Ruthenia
skyldi tilheyra Tékkóslovakíu, en hafa þó sjálfsfor-
ræði, og sjálfstætt þing um viss mál: dómsmál,
mentamál, trúarbrögð og alt, er við kæmi afstöðu
máls landsbúa til annara tungna innan ríkisins. Á
þessa ákvörðun var fallist í Versölum og síðan stað-
fest af héraðsstjórn Ruthena heima fyrir í maí 1919.
Stjórnin í Tékkoslovakíu var ekkert öfundsverð
af að, fá þetta land. Ibúar landsins voru ákaflega
blandaðir. Við manntal 1930 búa í landinu 446 þús.