Lífið - 01.06.1937, Page 40
198
LÍFIÐ
Ruthenar, 107 þús. Ungverjar, 91 þús. Gyðingar, 38
þús. Tékkar, 13 þús. Þjóðverjar og 15 þús. menn af
öðrum þjóðernum. Árekstrarnir milli þjóðerna og
mála voru endalausir, og fátækt landsins og volæði
fólksins ægilegt. Hér varð að byrja alveg frá rótum.
Fyrsta verk hinnar tékknesku stjórnar var að gera
tilraun til þess að koma í veg fyrir að Ruthenarnir
dæju hrönnum saman úr hungri og sjúkdómum. —
6 ára styrjöld hafði fært yfir landið óumræðilegar
hörmungar af því tagi. Taugaveikin og spanska veik-
in geysuðu um landið. Berklaveikin herjaði eins og
drepsótt. Það varð að koma einhverri skipan á heil-
brigðismál landsins, reisa sjúkrahús, rannsóknar-
stofur og leiðbeiningarstöðvar og koma upp lækna-
og hjúkrunarkvennastétt. Og á tæpum mannsaldri
hefir heilbrigðimálum þessa lands verið komið í
fullkomið horf. Mazaryk sjálfur stofnaði öflugt fé-
lag til baráttu gegn berklunum. Það á nú heilsuhæli
og ráðleggingarstöðvar í 18 borgum og þorpum. í
Mukacevo stendur myndarlegur nýr landsspítali með
350 rúmum. Rauði kross í Tékkoslovakíu hefir komið
upp fjölda hjálparstöðva. Hressingarhæli hefir ver-
ið bygt í Uskarod, barnaheimili í Mukacevo. Sýkla-
rannsóknarstofur hafa verið reistar á þrem stöðum.
Læknar skipaðir í öllum borgum og sveitum. Árang-
urinn á þessu sviði er sá, að 1919—23 er dánartalan
að meðaltali 25,23 af þúsundi, en 1935 16,92 af þús-
undi.
En það var ekki nóg að koma í veg fyrir það, að
Ruthenarnir skyldu deyja. Það varð að gera eitthvað
til þess að gera þeim auðið að lifa. Landbúnaðurinn,