Lífið - 01.06.1937, Page 42
200
LÍFIö
að láta alt að 40 mæla hveitis í slíka skatta. Ábúðar-
kjör leiguliða voru hin herfilegustu. Bændur þorps-
ins tóku landið sameiginlega á leigu, og áttu að skaffa
sér sáðkorn. Landsdrottinn gat krafist alt að %, %
eða % hluta allrar uppskeru korns, jarðarávaxta og"
heyja í landskuld. Því aðeins, að bóndinn legði sér
til hesta og öll jarðyrkjuáhöld, gat hann haldið helm-
ingi afurðanna sjálfur, annars hvergi nærri svo
miklu. —
Tékkneska stjórnin nam þegar í stað úr gildi alt
þetta úrelta og þungbæra kvaðakerfi. Hún lét stofna
búnaðarfélög í hverju héraði með aðalmiðstöð £
Mukacevo, studdi landbúnaðinn á ýmsan hátt með
fjárframlögum og kom á samvinnuverslun meðal
bændanna. Hafa þau mjög unnið að því, að tryggja
bændunum viðunandi verð fyrir afurðir sínar. Notk-
un véla og raforku hefir verið styrkt, og dýrar land-
búnaðarvélar, eins og dráttarvélar og þreskivélar, er
nú hægt að fá leigðar með góðum kjörum frá véla-
stöðvum, sem ríkið á sjálft. Áburðarnotkun hefir
færst mjög í vöxt, og öll jarðyrkja tekið framförum,.
svo að afrakstur jarðar er nú að meðaltali frá 10—
50% meiri en hann var 1919. Bændurnir eru með
landbúnaðarsýningum, styrkjum, verðlaunum og öðr-
um slíkum ráðstöfunum hvattir svo sem verða má til
þess að taka sér fram. Er stéttin í hægum en stöðug-
um uppgangi, og að sama skapi hefir manndómur
hennar og sjálfstraust eflst.
Stjórn Tékkóslóvakíu hefir einnig beitt sér fyrir
því, að skógarhöggsverkamennirnir kæmu sér upp
samvinnuverslunum og hefðu með sér félagsskap, sem