Lífið - 01.06.1937, Side 43
LÍFIÐ
201
beitti sér fyrir því, að þeir hefðu sæmilega viðunandi
vinnukjör. En ein allra merkilegasta stofnun sem
komið hefir verið á fót í landinu er stofnun Sam-
vinnubankans. Fyrir stríð áttu Ruthenar um engar
lánsstofnanir að velja og höfðu engin úrræði nema
leita til okrara, sem gátu tekið 40%—60% í vexti á.
ári. Slíkt okur hefir nú verið bannað með lögum. Og
bændur geta átt þess kost að fá lán með 3%—4%
vöxtum til ýmsra nauðsynlegra framkvæmda.
Þá hefir öllum ástæðum um eignarhald á landi ver-
ið gerbreytt í Rutheniu, 1918 áttu 130 gósseigendur
einn fimta hluta allra jarðeigna, ríkið einn þriðja.
Bændurnir, sem voru 90 % alls landsfólksins, áttu inn-
an við 45%. Ungverska stjórnin hafði gert smávægi-
legar tilraunir til að leysa þetta mikla vandamál.
Hún hafði gert ráðstafanir til að kaupa af Schönborn
greifa, sem einn átti 1/10 hluta allrar Rutheniu,
geysimiklar lendur, sem skiftast áttu milli 25 hreppa
eða héraða. En öll sú ráðagerð fór út um þúfur, og
það var stjórn skógarmála ungverska ríkisins, sem
endanlega keypti þessar lendur af Schönborn greifa.
Samkvæmt hinum nýju jarðræktarlögum tékknesku
stjórnarinnar, var árið 1930 ákveðið að útbýta til
bænda 7/10 hlutum af landi ríkisins, og taka eignar-
námi yfir helming þess lands, er ungverski aðallinn
átti, og útbýta því sömuleiðis. Hefir verið farið hægt
ng gætilega að þessu öllu, til þess að ekki þyrfti að
koma neinn afturkippur síðar.
Til eflingar iðnaði, verslun og samgöngum hefir-
°g verið unnið mikið starf. Þegar stríðinu lauk hafði
hver einasta brú í landinu verið sprengd í loft uppw