Lífið - 01.06.1937, Page 44
202
LÍFIÐ
'Og allar járnbrautir eyðilagðar. Hefir þetta alt verið
bygt á ný.
Einn glæsilegasti sigur tékknesku stjórnarinnar í
Rutheniu er þó á sviði menningarmálanna. Á því
sviði var landið herfilega aftur úr. 1 ófriðarlokin
voru nærri 70% af fólkinu hvorki læst né skrifandi.
Ungvei’jar höfðu gert alt til þess að útrýma tungu
Ruthenanna, og voru einir 47 ruthenskir skólar í
landinu 1914, ekkert bókasafn og engin innlend
mentastofnun, er nokkurt bolmagn hafði. 15 árum
síðar eru 758 barnaskólar komnir á laggirnar í Ruth-
eniu, þar af 459 ruthenskir, 110 ungverskir, 61 þýsk-
ir, 4 rumenskir, 160 tékkiskir, 34 æðri lærdómsskól-
ar eru þá í landinu; sérskólar og tækniskólar, sem
ekki voru til á ungverska tímabilinu, eru margir, 114
almennir bændaskólar og námsstofnanir fyrir land-
búnaðinn. Búnaðarháskóli í Mukacevo, skógræktar-
skóli í Usharod; 24 verslunarskólar og iðnskólar. I
öllum þessum skólum fer kensla fram á ruthensku, en
sérstakir samhliða bekkir þar sem kent er á tékkn-
esku og ungversku, ef þörf krefur. Af yngra fólki er
nú ekkert, sem ekki er læst og skrifandi.
í stuttu máli er það nú viðurkent, að það menn-
ingar- og framfarastarf, sem tékkneska stjórnin hef-
ir unnið í þessu ófarsæla landi síðan ófriðnum lauk,
sé eitt hið merkilegasta, sem unnið hefir verið sömu
tegundar. Og því miður, má bæta við, er það eina til-
raunin, sem manni er kunnugt um í Evrópu nú, sem
hnígur að því að veita margvanræktum og hrjáðum
þjóðernisminnihluta upplýsingu og framfarir, og
láta hana njóta jafnréttis og frjálslyndrar stjórnar.