Lífið - 01.06.1937, Page 45
XÍFIÐ
203
Klæðið landið!
Erindi flutt á Hagaflötum í Þjórsárdal 18. júlí 1937
af Hákoni Bjarnason, skógræktarstjóra.
Háttvirtu áheyrendur!
Skrifað stendur: Maðurinn lifir ekki á einu saman
brauði, heldur og af sérhverju orði, er fram gengur
af guðs munni. Mig langar til að snúa þessu við og
segja: Maðurinn lifir ekki af sérhverju orði, er fram
gengur af guðs munni einu saman, heldur og af
brauði. Nú hafið þið neytt guðsorðs um stund við ný-
afstaðna guðsþjónustu, og því vil eg fara nokkrum
orðum um brauðið, svo að ekki hallist á hjá ykkur,
er þið ríðið heim í kvöld, og svo að þið getið farið
héðan þannig, að bæði hafi verið séð að nokkru fyrir
tímanlegri og andlegri velferð ykkar.
Eg mun eigi tala um brauð í hinni þröngu merk-
Þetta hefir kostað tékkneska ríkið óhemju fé, og hef-
ir augljóslega ekki verið gert af umhyggju fyrir
Ruthenum einum, heldur og meðfram vegna þess, hví-
líka hernaðarlega þýðingu landið hefir. En miklu
meira er um það vert, að þetta frelsis- og menningar-
starf sé unnið, en af hverjum rótum það kann með-
fram að vera runnið. Og það er stjórn Tékkóslóvakíu
tíl sæmdar hvernig hún hefir farið með meirihluta-
vald sitt í viðskiftunum við þessa hrjáðu þjóð.