Lífið - 01.06.1937, Page 46
204
LÍFIÐ
ingu þess orðs, en þið kannist sjálfsagt öll við orð
skáldsins:
Brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa,
menningin vex í lundi nýrra skóga.
Mold og skógur verða því texti minn í dag eins og-
oft endranær. Það getur ekki dulist neinum, sem um
hugsar, að flestöll lífsins gæði eiga rót sína að rekja.
til jarðvegsins og samstarfs þess, er fram fer í hon-
um á milli sólar og gróðurs. Alveg eins og velmegun
hvers bónda er undir því komin, hvernig landkostir
eru á jörð hans og hvernig þeir landkostir eru nýtt-
ir, eins er afkoma þjóðfélaganna að mestu undir því
komin, hvernig landgæðin eru og hvernig þau eru
nýtt.
En ef við virðum fyrir okkur landgæðin á landi
hér og hér á þessum stað eins og þau voru fyrir 30
mannsöldrum eða 10 öldum og eins og þau eru nú
geri eg ráð fyrir, að ykkur þyki „skjótt um brigðin“.
Fyrir 1000 árum var hlíðin hér fyrir ofan vaxin há-
um bjarkarskógi og sandarnir handan við Þjórsá-
ýmist þaktir skógum eða engjadrögum alveg eins og
enn má sjá í minni mynd, ef þið farið yfir í Lamb-
hagann hér handan við ána undir Búrfellshálsi. Dal-
urinn hér innar af var algróinn skógi. Munnmæli
herma, að hvergi hafi sést steinn í hlíðum Þjórsái'-
dals, er land var numið. Fjarlægðin gerir fjöllin blá,
og því er ekki vert að leggja ofmikinn trúnað á sögn-
ina, þótt mikill sannleikur kunni að felast bak við
hana. Á landnámsöld hefir landið einnig verið gró-