Lífið - 01.06.1937, Side 49
LÍFIÐ
207
umbóta á verkfærum og vinnubrögðum. Landið er
enn jafn rýrt og blásið og það var á síðustu öld og-
sumstaðar er það verra.
Við höfum ekki enn á neinn hátt aukið þann höf-
uðstól, sem íslenskur landbúnaður vinnur með, en
höfuðstóllinn er jörðin eða jarðvegurinn, heldur höf-
um við aðeins fundið ráð til þess að ávaxta hann bet-
ur. En ef hér á að dafna gróandi þjóðlíf verður land-
ið að batna með hverju árinu sem líður. Ef við leggj-
um ekki kapp á að klæða landið jarðvegi og gróðri
á nýjan leik, eigum við í raun og veru ekki tilveru-
rétt í landinu. Meðan við höfum rányrkjuna í há-
vegum, hið argasta skrælingja búskaparlag, stönd-
um við forfeðrum okkar ekki feti framar að menn-
ingu, og við stöndum þeim jafnvel að baki, því að
nú skiljum við afleiðingar rányrkjunnar, án þess að
gera nokkuð, sem neinu nemi, til þess að bæta úr
þeim, en þeir skildu ekki afleiðingar hennar og var
því vorkunn.
Af þeim tiltölulega fáu og smáu blettum, sand-
svæðum og skógum, sem friðunar hafa notið nú um
nokkra tugi ára, getum við með fullri vissu séð, hve
auðvelt er að klæða landið að nýju og hve lítið það
kostar, eða ekki neitt auk friðunarinnar. Þar, sem
skógur er fyrir, klæðist landið fyrst og fremst skógi,
og það er undravert að sjá, hve þrautseig björkin er
að klæða alveg örfoka mela og berar og gróðurlaus-
ar skriður. Hún fer langt á undan grösum yfir land-
ið og leggur það undir sig. Að vísu er hún hægfara
fyrst í stað, en þar, sem hún hefir náð fótfestu hvik-
ar hún hvergi, svo framarlega sem húsdýrin ná ekki