Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 50
208
LÍFIÐ
til hennar. Björkin er áreiðanlega þrautseigasta og
harðgerðasta plantan, sem vex í byggðum landsins
að mosunum einum undanskildum.
Þar sem björk er hvergi nærri geta samt örfoka
melar og blásin lönd og sandar gróið upp á örskömm-
um tíma og orðið iðjagræn á fáum árum, ef búpen-
ingi er bægt burt. Reynslan frá þessum sárfáu og
nauðalitlu friðuðu blettum færir okkur heim sann-
inn um að hér sé hægt að græða óhemju stór flæmi
með sáralitlum kostnaði og á skemmri tíma en nokk-
urn hafði órað fyrir.
Mér þætti því eðlilegt, að þið spyrðuð mig: Af
hverju er ekki meira unnið að friðun og uppgræðslu
lands en gert er? Hvað mun tefja? spyrjið þið með
réttu. Annars vegar er þekkingarleysi og þessi venju-
legi drungi, sem hvílir yfir öllu, þegar inna á skyldu-
störf af hendi og hagnaðarvon er ekki í náinni fram-
tíð. Hins vegar er kæruleysi. Aðallega skortir á þekk-
inguna hjá mönnum þeim, sem fara með fjárveit-
ingavaldið, en kæruleysið finnum við hjá bændum
landsins. Það er hart að verða að segja þetta, en
þetta er sannleikur. Þó eru að vísu margar heiðar-
legar undantekningar frá þessari reglu.
Það bendir á töluvert öfugstreymi í þjóðfélagi
voru, að þegar við höfum komist að raun um, hvern-
ig á uppblæstri standi og hver sé orsök hans, og feng-
ið fulla vissu fyrir því, að auðvelt sé að græða blás-
in og ber lönd, og við vitum að það er hin allra helg-
asta skylda ungrar þjóðar að bæta og græða upp
landið, þá er ekki lagt fram af almenningsfé nema
um 50,000 krónur á ári hverju til þess að klæða land-