Lífið - 01.06.1937, Síða 51
XiIFIÐ
209
iS, en hins vegar er of fjár veitt til ýmislegs annars.
Hugsið ykkur að í samanburði við aðrar verklegar
framkvæmdir þjóðfélagsins, þá nemur sú upphæð,
sem veitt er til að bæta hinar ósjálfráðu syndir for-
feðranna og til þess að búa landið sem best í haginn
fyrir afkomendurna, ekki nema tæpum 50 aurum
á hvert mannsbarn á landinu. Nú er árlega varið um
-200,000 krónum til þess að setja nýbýli á fót, en hér
inni í Þjórsárdal finnið þið rústir rúmlega 20 eyði-
býla, orpin sandi og vikri. Tætturnar segja okkur, að
þarna hafi áður verið blómleg byggð, en fáum dett-
ur í hug að klæða þetta land til þess að geta reist þar
hyggðir og bú í framtíðinni.
Það er eins og engum detti í hug að klæða landið
að nýju og auka hið gróðurberandi land, að stækka
landið, sem við búum á, áður en býlum er fjölgað.
Það virðist þó vera hin rétta leið. Hér inni í Þjórs-
árdal gæti fjöldi manna búið góðu lífi, án þess að
skemma hann, án þess að landið legðist í örtröð, ef
búskapur væri þar rekinn með forsjá.
Og eg vil að endingu segja ykkur frá því, hve of-
ur auðvelt væri að klæða dalinn að nýju. Dalurinn
hefir um margar aldir verið notaður sem afrétt, auk
þess sem 143 bæir í Flóa og á Skeiðum notuðu hann
til skógarhöggs og kolgjörðar um langan aldur. Um
1600 voru allar hlíðar dalsins og löndin austur af
honum milli hans og Þjórsár skógi vaxin og kjarri.
Og þá lá breitt skógi vaxið land yfir þvert mynni
úalsins. Síðan hefir hann blásið óðfluga upp og er
nú auðnin ein. En fyrir hér um bil tveim tugum ára
'Var sett upp afréttargirðing yfir þvert mynni hans,
14