Lífið - 01.06.1937, Page 52
210
LIFIÐ
til þess að féð rynni elcki viðstöðulaust niður yfir
sveitina hérna. Utan við þessa girðingu hefir veri5
miklu minni ágangur fjár en annars staðar, og þó
hefir landið hvergi nærri notið algerðrar friðunar,
en samt sem áður er það nú að mestu gróið grasL
Myndi ekki vera auðvelt að græða allan dalinn upp,.
ef hann nyti algerðrar friðunar? Jú, hlíðar dalsins
klæddust skógi og kjarri á ný og hinar víðlendu
sandsléttur væru vaxnar fegursta grasgróðri áður
en fjórðungur aldar væri liðinn. Og kostnaðurinn
við þessar framkvæmdir yrði svo lítill, að ykkur mua
furða á, að dalurinn skuli ekki hafa verið friðaður
fyrir löngu. Kostnaðurinn væri um 3,00 kr. á hvern
hektara.
Eg hefi lýst þessu fyrir ykkur, til þess að þið, sem
mál mitt heyrið, getið öll lagt ykkar liðsinni til þess.
að friðun dalsins komist í framkvæmd. Eg skil ekki
í öðru en að þið finnið einhverja innri hvöt hjá ykk-
ur til þess að klæða landið. Það hlýtur að vera til
einhver kærleiksneisti í brjósti ykkar til landsins
og náttúrunnar og löngun til þess að landinu vegni
sem best. Og það er að þessum neista, sem við eig-
um að blása, og ef okkur tekst að fá hann til að loga
heitar, þá er jafnframt alt þekkingarleysi, alt kær-
leiksleysi, allur drungi og öll deyfð á brott blásinn.
Þá grær landið upp að nýju.
Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið,
boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,
hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, —
það er að elska, byggja og treysta á landið.