Lífið - 01.06.1937, Blaðsíða 54
212
LÍFIÐ
eftir fóstureyðing, sem hefir hepnast vel, verður
slíku og þvílíku alls ekki sint. Kjarni laganna trygg-
ir konunni fullan rétt yfir sjálfri sér, þar sem hún
má úrskurða þetta sjálf algerlega, einnig gegn vilja
eiginmanns síns.
Tveimur formsatriðum ber að fullnægja áður en
aðgerð er látin fara fram.
1. Það verður að útfylla eyðublað frá heilbrigði-
málaráðuneytinu, þar sem skýrt er frá andlegu,
kyngildisfræðilegu og félagslegu ástandi konu þeirr-
ar, sem sótt er um að verði afþunguð.
2. Hin barnshafandi kona verður að ganga undir
rannsókn, til þess að unt sé að ganga úr skugga um,
að hún hafi nægilega mikinn líkamlegan mótstöðu-
kraft til þess að þola uppskurðinn.
Sá, sem framkvæmir fóstureyðing utan þeirra rík-
isstofnana, sem ætlaðar eru til þessara hluta, eða
hefir ekki heimild til slíks, gerir sig refsiverðan
samkvæmt gildandi hegningarlögum.
Með því að hið siðgæðislega sjónarmið er viður-
kent — samkvæmt hverju konan getur hindrað fæð-
ingu, af hvaða ástæðu skiftir ekki máli — ná þessi
lög í frjálslyndi lengra og menningarlega hærra en
nokkrar aðrar slíkar löggildingartilraunir hafa náð
til þessa. Þau annast um, að barnið komi inn í lífið
einungis þegar það er velkomið. í lögunum felst sá
skilningur, að það sé ósiðsamlegt (unmoralisch) að
knýja fram (erzwingen) fæðingu barns, sem ekki
er óskað eftir.
Uppeldi, sem miðar að eigin frumkvæði og fram-
taki og sjálfsábyrgð, er meðal annars markmið eða