Lífið - 01.06.1937, Page 57
X.ÍFIÐ
215
orustunnar, sem umlukti fjöllin, særðist. Nú er hann
.gróinn sára sinna og fer aftur á vígvöllinn.
Sólin birtist nú á f jöllunum. Einhvers staðar kjaft-
ar vélbyssa tryllingslega sitt „tatatatatak“ —! Hún
er ein út af fyrir sig með þessi ólæti og gauragang.
Fugl syngur með sínu lagi uppi yfir okkur. Með kvaki
sínu etjar hann kappi við vélbyssuna og reynir að
.yfirgnæfa þetta andstyggilega „tatatatatak“.
„Við erum hugfangnir af dalnum, sem breiðist út
framundan okkur með engjum, ökrum, trjám. — í
botni dalsins suðar á. Alt er fult af birtu og grænku,
eins og friður ríkti í heiminum. En uppi á hvelfda
tindinum húkir dauðinn. Hann húkir á berum, gló-
andi klettunum, og hin einstaka vélbyssa hóstar og
hrækir úr sér þurrum hrákum í samræmi við þetta.
Við höfum nú aldrei trúað á nein furðuverk. Hér
-kom samt eitt. Það er hér sem sé bugða á veginum.
Kerru skýtur upp fyrir framan okkur. Það er hið
háa, tvíhjóla flutningstæki spanskra bænda. Þrjú
múldýr draga það í einni „trossu“ (þ. e. þau eru
hvert á eftir öðru og vagninn þar fyrir aftan). Múl-
dýrin brokka óánægjulega eftir veginum. Meðfram
þeim gengur bóndi og hálfhleypur við fót. Vagninn
fer skröltandi og þunglamalega eftir veginum. Bæði
maður og dráttardýr eru sifjuð föruneyti. Sólskygni-
hattur (sombrero) skyggir á andht mannsins, sem
er rauðbrúnt, eins og jörðin.
„Hú ... — mula!“ rekur hann á eftir dýrunum.
Þetta gerir hann af vana. Dýrin fara ekkert hraðar
að heldur. Og þessi drungalegi flutningavagn er há-
hlaðinn af hveitivöndlum og ofan á hveitivöndlunum