Lífið - 01.06.1937, Page 58
216
LÍFIÐ
liggur unglingur og gónir upp í loftið. Hann sér okk-
ur brátt koma á móti sér, þýtur á fætur eins og eld-
ing og hrópar: „Komið þið sælir!“ (Salud!) Hand-
an yfir heyrist ýlfur vélbyssunnar og af og til ber-
ast að eyrum okkar skothvellir. Félagi minn segir:
„Gatan liggur inn í eldríkið!“ En það er óþarfi af
honum að segja það. Eg sé einnig að svo muni vera,
eg geng ekki að því gruflandi, að bóndinn viti eftir
hvers konar vegi hann flytur kornið heim til sín.
Og fyrir framan okkur í dalnum laugast akrarnir
í sólskininu, og við sjáum bogin bök. Bændurnir
vinna að uppskeru nytsamra korntegunda. Dauðinn
starfar að sinni uppskeru á fjallstindinum hvelfda.
Við sjáum leirveggi húsanna, sem tilheyra bændun-
um. Á mörg af hreysunum vantar þakið.
Verið getur, að sprengikúlurnar þjóti þarna yfir
bognum bökum; verið getur, að þær, í staðinn fyrir
að lenda á kofum bændanna, lendi á uppskerumönn-
unum sjálfum og tæti þá í sundur. Fimm kílómetra
framundan er vígvöllurinn.
Nú snertir sólin efstu brún hins háa fjalls. Fagur
roði sveipar tindana.
Bóndi einn réttir úr sér og heilsar okkur: „Til víg-
vallarins!“ hrópar hann yfir til okkar. „Sonur minn
er þarna .... “ Hann bendir í átt hinnar lækkandi
sólar. Það legst yfir glampandi rökkur, þegar spansk-
ur dagur er að hníga í skaut þrunginnar nætur —
spanskur dagur, þegar dauðinn er að uppskera á
hvelfda Jaramafjallstindinum, þegar uppskera
bændanna er heilög, því fyrir hana og með henni er